Fara í efni
Pistlar

Sumarlokanir leikskóla valda vandræðum á SAk

Fræðslu- og lýðheilsuráð hefur hafnað erindi Erlu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðssviðs Sjúkrahússins á Akureyri, þess efnis að sumarlokun leikskóla Akureyrarbæjar verði endurskoðuð.

Í erindi til Akureyrarbæjar bendir Erla á að lokun leikskóla í júlí hafi valdið töluverðum vandræðum á Sjúkrahúsinu á Akureyri „þar sem þeir foreldrar er eiga börn á leikskóla óska eðlilega eftir sumarorlofi á þeim tíma sem leikskólar eru lokaðir. Við það skapast erfiðleikar í mönnun á sjúkrahúsinu því erfitt er að mæta orlofsóskum og þörfum svo margra á sama tíma,“ segir í erindi Erlu til bæjarins. Hún segir sumarafleysingafólk einnig koma fram með söum óskir enda eigi margt af því starfsfólki einnig börn á leikskólum. Erla bendir á að SAk þurfi að nýta allt sumarleyfistímabilið, frá 15. maí til 15. september í starfsemi sjúkrahússins og hentugast væri að sumarlokun leikskóla dreifðist á lengra tímabil, til dæmis frá 15. júní til 15. ágúst.

Þarna fara hagsmunir greinilega ekki saman því ráðið getur ekki orðið við beiðninni og bendir á að minnsta nýting sé á leikskólaplássum í júlí og hagkvæmast sé fyrir rekstur og þjónustu leikskólanna að loka í kringum þann tíma.

Samkvæmt fylgiskjali með afgreiðslu ráðsins er sumarlokun á leikskólum Akureyrarbæjar á þessu ári eru 1.-26. júlí á Iðavelli, Hólmasól, Tröllaborgum/Árholti, Krógabóli og Kiðagili, og 8. júlí til 2. ágúst á Naustatjörn, Hulduheimum, Klöppum og Lundarseli/Pálmholti. Í skjalinu má einnig finna dagsetningar sumarlokunar á leikskólum bæjarins næstu árin, til og með 2028.

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Rýjateppi

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 11:30

Að sjá raunveruleikann – Þrjú skref í átt að núvitund

Haukur Pálmason skrifar
06. janúar 2025 | kl. 06:00

Hjólreiðar

Jóhann Árelíuz skrifar
05. janúar 2025 | kl. 06:00

Trjárækt nyrðra á 19. öld

Sigurður Arnarson skrifar
01. janúar 2025 | kl. 13:00

Áramótahugleiðingar um list, eldri konur og karlakóra

Rakel Hinriksdóttir skrifar
01. janúar 2025 | kl. 06:00