Fara í efni
Pistlar

Réttindaskólum UNICEF fjölgar á Akureyri

Sigyn Blöndal, réttindaskólastjóri UNICEF, afhendir börnum á leikskólanum Krógabóli litabækur. Mynd: Akureyri.is.

Börn og starfsfólk leikskólanna Krógabóls, Kiðagils og Hulduheima á Akureyri fögnuðu því síðastliðinn föstudag með söng, ljúffengum veitingum og gleði þegar þau tóku á móti viðurkenningum sem þessir skólar fengu afhentar sem Réttindaskólar UNICEF. Sigyn Blöndal, réttindaskólastjóri UNICEF, afhenti réttindaráðum skólanna viðurkenningar, fána og litabækur. 

Leikskólarnir sem taka þátt í verkefninu leggja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til grundvallar í öllu starfi sínu, skipulagningu, stefnumótun og starfsháttum. Markmiðið er að byggja upp lýðræðislegt umhverfi sem styður við réttindi barna þar sem lögð er áhersla á aukna þekkingu starfsfólks og barna á réttindum barna og tækifæri til raunverulegrar þátttöku barnanna í ákvarðanatöku í málefnum sem snúa að þeim. 

Réttindaskólaverkefni UNICEF nær hvort tveggja til grunnskóla og leikskóla. UNICEF á Íslandi vinnur með 19 leikskólum á Akureyri, í Kópavogi, Borgarbyggð og Reykjavík að þróun Réttindaskóla UNICEF á leikskólastigi. Hugmyndafræði Réttindaskóla UNICEF byggir á heildstæðri sýn á sambandi barna, skóla og samfélags, en markmiðin eru: 

  • Aukin þekking á mannréttindum – starfsfólk og börn auka þekkingu sína á réttindumbarna
  • Lýðræði – börn fá reglubundin tækifæri til þess að taka þátt í ákvarðanatöku
  • Eldmóður fyrir mannréttindum – börn eru hvött til þess að beita sér fyrir réttindum sínum og annara
  • Forsendur Barnasáttmálans hluti af daglegu starfi – stjórnendur vinna með markvissum hætti að því að gera sáttmálann að viðmiði í stjórnsýslu skóla- og frístundastarfs
  • Samstarf – samstarf skóla við alla sem koma að uppeldi barnsins með það að markmiði að raungera réttindi barnsins.

Með þessi fimm mælanlegu langtímamarkmið réttindaskóla að leiðarljósi stefna Réttindaskólar að því að börnin

  • læri um réttindi sín
  • læri í umhverfi sem styður við réttindi þeirra
  • læri að hafa áhrif og beiti sér fyrir réttindum sínum og annara.

Hangið aftan í

Jóhann Árelíuz skrifar
24. nóvember 2024 | kl. 06:00

Hús dagsins: Lundargata 11

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
23. nóvember 2024 | kl. 06:00

Get ég gert eitthvað fyrir þig?

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 12:00

Sköpun og flæði

Hrund Hlöðversdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 06:00

Broddgreni

Sigurður Arnarson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 11:30

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30