Fara í efni
Pistlar

Sjálfboðastarf stuðlar að heilbrigði og vellíðan

Rauði krossinn - I

Hjá Rauða krossinum á Íslandi starfa um 3000 sjálfboðaliðar. Verkefnin eru fjölbreytt og flest geta í gegnum sjálfboðastarfið nýtt hæfni sína og þekkingu samfélaginu til góða.

Þegar sjálfboðaliðar eru spurð af hverju þau vinna sjálfboðastörf er svarið iðulega löngunin að vera til staðar fyrir þau sem þurfa og gefa til baka til samfélagsins. Mörg nefna líka að í sjálfboðastarfinu öðlist þau nýja þekkingu og hæfni, fái tækifæri til að nýta sína sérþekkingu og/eða reynslu, kynnist nýju fólki og efli tengslanetið sitt. Auk þess hefur verið sýnt fram á að sjálfboðin störf stuðla að heilbrigði og vellíðan þeirra sem þau vinna, auki sjálfstraust og geti aukið atvinnuhæfni, sér í lagi ungs fólks.

Henry Dunant, sem stofnaði Rauða krossinn árið 1863, fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrsta skiptið sem þau voru afhent, árið 1901. Það má svo sannarlega segja hugsjónir hans um að veita mannúðaraðstoð án þess að gera greinarmun á fólki eftir t.d. uppruna, tungumáli, kyni eða trúarbrögðum og byggja á sjálfboðnu starfi hafi staðist tímans tönn.

Við leggjum áherslu á samfélagslega þátttöku ólíkra aðila í starfi félagsins og þjálfum og fræðum þannig að sjálfboðaliðar hafi verkfærin til að takast á við verkefnin sín. Því ættu flest að geta gerst sjálfboðaliðar og fundið verkefni í samræmi við áhuga og hæfni. Almennt er 18 ára aldursviðmið í verkefnum en í sumum verkefnum er gert krafa um hærri aldur. Alltaf er gerð krafa um að sjálfboðaliðar séu tilbúnir til að starfa samkvæmt stefnu Rauða krossins, siðareglum og hugsjónum.

Ef þú, kæri lesandi, vilt ganga til liðs við alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans og vera einn af rúmlega 14 milljónum sjálfboðaliða hreyfingarinnar um heim allan getur þú fyllt út umsókn á vefnum okkar, raudikrossinn.is, haft samband með tölvupósti á soleybs@redcross.is eða hringt í síma 570-4270. Við munum taka vel á móti þér.

Ef þú vilt styðja mannúðarstarf okkar með því að gerast Mannvinur getur þú smellt hér: https://www.raudikrossinn.is/styrkja/mannvinir/. Mannvinir styðja við verkefni innanlands og alþjóðleg verkefni til jafns. Verkefni innanlands eru meðal annars skaðaminnkun, neyðarvarnir og Hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is. Alþjóðleg verkefni sem Mannvinir styrkja eru meðal annars sending sendifulltrúa til annarra landa, stuðningur við flóttafólk, hjálparstarf fyrir konur og börn í Sómalíu og Malaví og stuðningur við konur og börn í neyð á hamfara- og átakasvæðum.

Á næstu vikum mun Akureyri.net birta fleiri greinar sem fjalla um verkefni Rauða krossins við Eyjafjörð.

Rauði krossinn við Eyjafjörð

Fuglaskógar

Sigurður Arnarson skrifar
22. janúar 2025 | kl. 10:00

Davíð Stefánsson

Haraldur Þór Egilsson skrifar
21. janúar 2025 | kl. 13:30

Selshreifar

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
20. janúar 2025 | kl. 11:30

Ódi

Jóhann Árelíuz skrifar
19. janúar 2025 | kl. 06:00

Sambýlið á Ásbraut 3 í Kópavogi

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
17. janúar 2025 | kl. 06:00

Minjasafnsgarðurinn á Akureyri

Sigurður Arnarson skrifar
15. janúar 2025 | kl. 16:00