Lykilatriði er að skilgreina spunagreind sem öflugt verkfæri, hvorki sem ógn né töfralausn, segir Magnús Smári Smárason í frábærum pistli um gervigreind sem birtist í dag, þeim sjöunda sem hann skrifar fyrir Akureyri.net.
Magnús Smári kemur víða við. Hér eru nokkrir afar umhugsunarverðir punktar:
- Nú þegar skólaveturinn er að hefjast með öllu sem honum fylgir, eru margir nemendur spenntir og áhugasamir fyrir komandi ári
- Á sama tíma kvíða aðrir fyrir því sem koma skal, sérstaklega þeir sem hafa ekki fundið sig í hefðbundnu skólakerfi
- Menntun stendur á þröskuldi nýs tímabils þar sem gervigreind getur nú leyst flest hefðbundin verkefni sem við setjum fyrir nemendur
- Ég er sannfærður um að þessi tækni getur hjálpað báðum hópum, þeim áhugasömu og þeim sem eiga erfiðara með nám.
- Áskorunin er ekki lengur að kenna nemendum að leysa stöðluð verkefni heldur að þjálfa þá í að skapa verkefni sem eru þess virði að vera leyst - verkefni sem krefjast mannlegrar innsýnar, dómgreindar og skapandi hugsunar.
- Í þessum nýja veruleika verður hlutverk kennara og menntastofnana enn mikilvægara en um leið gjörbreytt
- Við þurfum að undirbúa nemendur fyrir heim þar sem mikilvægasta færnin er ekki að vita svörin heldur að spyrja réttu spurninganna. Heim þar sem getan til að greina flókin vandamál, setja þau í samhengi og finna nýstárlegar lausnir verður verðmætari en nokkru sinni fyrr.
- Spunagreind er ekki ógn við menntun - hún er tækifæri til að endurheimta kjarna menntunar: að rækta hugvit, forvitni og sköpunarkraft mannshugans.
- Í heimi þar sem vélar geta framkvæmt flest verkefni, verður okkar mikilvægasta áskorun að vera mannleg - að skapa, að skilja, að finna tilgang.
- Framtíð íslenskrar menntunar og þar með íslensks samfélags, veltur á því hvernig við tökumst á við þessa áskorun.
- Munum við halda fast í gamlar hugmyndir um menntun eða munum við hafa hugrekki og þrek til mæta nýjum tímum?
Smellið hér til að lesa pistil Magnúsar Smára