Fara í efni
Pistlar

Nafngiftir sjúkdóma

Fræðsla til forvarna - XXVII

Áður þótti fínt að setja nafn sitt við sjúkdóma. Það var þá venjulega nafn þess læknis eða vísindamanns sem uppgötvaði hann eða lýsti einkennum hans fyrstur. Þó að það sé auðvelt að muna þessi nöfn þá fellur þessi tegund nafngifta illa að nútímalegu greiningakerfi því þar á nafnið að lýsa hvers eðlis sjúkdómurinn er eða hvað orskar hann.

Alzheimer sjúkdómur heitir eftir Alois Alzheimer sem var þýskur tauga- og geðlæknir og ætti að heita eitthvað á borð við: Aquired Progressive Degenerative Brain Disorder Of Unknown Origin. Parkinson sjúkdómur er nefndur eftir James Parkinson en hann var enskur skurðlæknir sem lýsti sjúkdómnum fyrst í ritgerð árið 1817 og er rétt nefndur sem Age Related Neurodegenerative Disorder in the Central Nervous System. 

Asperger sjúkdómur hét eftir austurríska barnalækninum Hans Asperger en hann lýsti geðrænum einkennum og hegðunartruflun hjá börnum sem áttu erfitt með tengslamyndun. Búið er að fella þetta sjúkdómaheiti burt úr nýjustu útgáfu greiningakerfisins og þessi sjúkdómur er nú talinn hluti af sjúkdómsmyndum Einhverfurófsins (Autism Spectrum Disorder). 

Svo breytast nöfnin þegar þekkingin eykst. ADHD hét áður Minimal Brain Disorder en heitir nú Attention Deficit and Hyperactivity Disorders. Og þegar nöfnin verða of flókin eða löng þá hefur leiðin verið, a.m.k. í ensku, að nota skammstafanir og þær eru notaðar um allan heim. Annað enskt heiti sem hefur fests í sessi er Bipolar (en það er stytting á Bipolar Disoder sem heitir á íslensku Tvískauta geðhvörf, áður Manio Depressive). Þegar talað er um sjúkdóma á þennan hátt eru sumir meira viðurkenndir að hafa en aðrir. Unga fólkinu finnst lítið mál að segja: „Ég er Bipolar og með ADHD“. Samt eru þetta alvarlegir og oft lífslangir geðsjúkdómar sem geta valdið mikill truflun. Vonandi vinnur það gegn fordómum og hvetur til að leita aðstoðar, að geta nefnt sjúkdómana á nafn, frekar en að þegja um þá.

Önnur nöfn á geðsjúkdómum eru ekki búin að ná þeirri viðurkenningu að það sé borið á borð fyrir alla sem maður hittir. Fólk nefnir sjaldan að það þjáist af kvíða- eða þunglyndissjúkdómum og að heyra einhvern kynna sig með fíknisjúkdóm gerist yfirleitt ekki nema á AA fundum. Nafngiftir á alkóhólisma og öðrum fíknisjúkdómum hafa verið breytilegar á ensku eftir því sem þekkingu á eðli þessarra sjúkdóma hefur fleygt fram. Fíknisjúkdómarnir hétu áður á ensku fyrst Alcoholism, svo Substance Use Disorders og nú Substance-Related Disorders og sennilega er algengast að heyra heitið fíknisjúkdómur á íslensku. 

Orðanotkun um streitutengda sjúkdóma og vanlíðan er enn í mótun en í stuttu máli eru kulnun eða örmögnun ágæt orð yfir þetta algenga þreytuástand en Sjúkleg streita aftur á móti er sjúkdómsgreining fyrir þau alvarlegu en fremur sjaldgæfu veikindi þegar fólk er orðið óvinnufært af langvinnri streitu.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Fyrir þá sem hafa áhuga á nafngiftum streitu og kulnunar þá er meira efni hér:

Hver er munurinn á streitu og kulnun? | og akureyri.net

Sjúkdómsgreiningar | og akureyri.net

Að temja tæknina II: Í klóm drekans

Magnús Smári Smárason skrifar
02. júlí 2024 | kl. 10:50

Sykur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
01. júlí 2024 | kl. 11:30

Dómgreind

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. júlí 2024 | kl. 06:00

Seigla og linka

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
30. júní 2024 | kl. 06:00

Þú trylltist og varst rekinn út af!

Orri Páll Ormarsson skrifar
28. júní 2024 | kl. 11:00

Birkið og lexíurnar. Birkið við Þórunnarstræti 127

Sigurður Arnarson skrifar
26. júní 2024 | kl. 10:00