Fara í efni
Pistlar

Heimsóknavinir

Rauði krossinn - IV

Öll höfum við þörf fyrir að eiga samskipti við annað fólk því án þeirra erum við í hættu á að einangrast og verða einmana. Félagsleg einangrun er algengari en mörg grunar og hefur samkvæmt rannsóknum slæm áhrif á andlegt og líkamlegt heilsufar. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að hætta á einangrun eykst, má þar sem dæmi nefna veikindi, lítil tengsl við fjölskyldu, atvinnuleysi og félagskvíða.

Heimsóknavinir eru eitt af áhersluverkefnum Rauða krossins. Þetta er afar mikilvægt verkefni sem miðar að því að létta fólki lífið og rjúfa félagslega einangrun fólks þar sem það á við. Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á einkaheimili, stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili, venjulega einu sinni í viku, eina klukkustund í senn. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis en reynt er að mæta þörfum og óskum gestgjafa eins og kostur er. Hlutverk heimsóknarvina er fyrsta og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Sjálfboðaliðarnir sækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum og eru bundir trúnaði við þau sem þeir heimsækja.

Heimsóknavinir með hund njóta sívaxandi vinsælda. Hundar ná til fólks á annan hátt en manneskjur og geta veitt mikla gleði og ánægju. Flestar hundaheimsóknir fara þannig fram að hundur fer með eiganda sínum inn á stofnanir og hitta þar heimilisfólk í setustofu eða öðru opnu rými. Reynslan af hundaheimsóknum er sú að starfsfólk finnur hvernig heimsóknin léttir lund heimilisfólks, beðið er eftir eftir heimsókninni með eftirvæntingu og eftir heimsóknina ríkir ró yfir heimilinu. Einnig er hægt að fá heimsóknavin með hund inn á einkaheimili. Hér er hægt að horfa á myndband um hundavini sem birtist í Landanum: https://www.youtube.com/watch?v=yC-63Dfhbf4

Símavinir er enn ein útfærslan á verkefninu og gerir það kleift að ná til fólks sem býr í strjálbýli og hefur því takmarkaðan aðgang að verkefnum Rauða krossins. Símavinir hringja í þátttakendur tvisvar í viku og spjalla saman allt að 30 mínútur. Stutt samtal getur skipt sköpum í lífi fólks og markmiðið er það sama og hjá heimsóknarvinum, að vera til staðar, hlusta og rjúfa eða draga úr félagslegri einangrun.

Rauði krossinn leggur metnað í að hafa ávallt vel þjálfaða sjálfboðaliða sem sinna fjölbreyttum verkefnum og starfa eftir grundvallarhugsjónum Rauða krossins. Ef þú vilt gerast heimsóknarvinur, fá heimsókn frá sjálfboðaliða eða taka þátt í öðrum verkefnum Rauða krossins getur þú fyllt út umsókn á vefnum okkar raudikrossinn.is, haft samband með netpósti á soleybs@redcross.is eða hringt í síma 570-4270

Trjárækt nyrðra á 19. öld

Sigurður Arnarson skrifar
01. janúar 2025 | kl. 13:00

Áramótahugleiðingar um list, eldri konur og karlakóra

Rakel Hinriksdóttir skrifar
01. janúar 2025 | kl. 06:00

Prentvillupúkinn leikur lausum hala

Haraldur Ingólfsson skrifar
31. desember 2024 | kl. 20:00

Sviðnir leggir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. desember 2024 | kl. 11:30

Snjóavetur

Jóhann Árelíuz skrifar
29. desember 2024 | kl. 06:00

Liðið sem aldrei lék heimaleik

Orri Páll Ormarsson skrifar
27. desember 2024 | kl. 13:00