Fara í efni
Pistlar

Heilbrigðiskerfið

Góður ásetningur og glötuð tækifæri - I

Það er eftirtektarvert og eflir von þegar forsætisráðherra stígur nú fram til stuðnings þeirra sem starfa í heilbrigðisþjónustunni. Vonandi heyrum við meira úr þessari átt. Við þurfum svo sannarlega á hvatningu og stuðningi að halda. Okkur finnst stuðningur heilbrigðisráðherra of veikur. Hann segir eitt en gerir annað. Við vitum að fjámálaráðherra hefur rétt fyrir sér í að vandinn er ekki einungis fjárhagsvandi og það er satt að fjárframlög hafa verið aukin. En einungis nú allra síðustu mánuði eða ár. Og við sjáum glöggt áhrif þeirra stefnu sem fylgt hefur verið undanfarna einn, jafnvel tvo áratugi. Þetta virðist vera fjármálastefna sem fylgt er, frekar en að um sé að ræða stefnu sem sprottin er úr stjórnmálum eða af hugsjónum. Allir vilja jú bæta heilbrigðiskerfið. Þessa stefnu mætti nefna miðlæga aðhaldstefnu þar sem fjármálaráðuneytið hefur haft að leiðarljósi að skammta of naumlega og sama stefna bergmálar neðar í kerfinu, í stýringu stóru stofnanna, því fjárveitingar hafa ekki verið nægilegar. Allir eru á brúninni til að halda grunnþjónustunni gangandi, minni tími er til áætlanagerðar og eflingar, verkefnum er frestað, sérhæfing glatast og starfsfólk brennur út. Megin aðferðin í samningum ráðuneytisins er að skammta sem minnst í stað þess að skoða hvað þekking í heilbrigðis- eða hagfræðum og reynsla mælir með. Heilbrigðiskerfi hvar sem er í heiminum kalla sífellt eftir auknu fjármagni. Það er eðlilegt. Þekking, tækni og þjónustuþörf eykst í samfélögum sem eru að eldast. Þörf er á stýringu. En sú tegund stýringar sem við búum við hefur færst nær og nær einhvers konar kyrkingu. Í samlíkingu eins og rekstrarstjóri, sem ekki skilur eðli búskapar, veiti stöðugt minna og minna fé til fóðurs en botni svo ekkert í minnkandi mjólkurframleiðslu og skammar svo bóndann þegar nytin dettur úr kúnum.

Vonandi getur forsætisráðherra haft áhrif á uppbyggilegra samtal og bætta samvinnu og ekki síður aukið traust á milli stjórnvalda og heilbrigðisstarfsfólks. Og vegni okkur vel í þeirri byltingu sem nauðsynleg er til að breyta yfirstjórn fjárveitinga til heilbrigðismála og hugmyndafræði þannig að við náum þeim markmiðum okkar allra að eiga greiðan aðgang að faglegri, réttlátri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Sköpun og flæði

Hrund Hlöðversdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 06:00

Broddgreni

Sigurður Arnarson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 11:30

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Af dægurlagatextum

Skapti Hallgrímsson skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 08:00

Lofsöngur verður til

Kristín Þóra Kjartansdóttir skrifar
18. nóvember 2024 | kl. 18:00

Kvöldleikir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
18. nóvember 2024 | kl. 11:30