Fara í efni
Pistlar

Handbolti: U18 leikur um bronsverðlaun í dag

KA-drengirnir Dagur Árni Heimisson, Jens Bragi Bergþórsson og Magnús Dagur Jónatansson eru með U18 landsliði Íslands í handknattleik í Svartfjallalandi og leika um bronsverðlaun á EM í dag kl. 15.

Landslið Íslands í handknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, leikur um brons á Evrópumótinu í dag kl. 15. Þrír leikmenn KA verða þar í eldlínunni ásamt félögum sínum, Dagur Árni Heimisson, Jens Bragi Bergþórsson og Magnús Dagur Jónatansson.

Íslenska liðið mætti því danska í undanúrslitum í gær og reyndust Danirnir sterkari. Dagur Árni skoraði mest íslensku drengjanna í leiknum, níu mörk. Jens Bragi skoraði fjögur og Magnús Dagur eitt. Ísland mætir því Ungverjalandi í leik um bronsið í dag kl. 15. Liðin mættust í æfingaleik fyrir þremur vikum og þá unnu Íslandingar með sex marka mun. Vonandi verður svipað uppi á teningnum í dag. 

Handtolbavefurinn handbolti.is hefur fjallað ítarlega um mótið og verður með textalýsingu frá leiknum í dag. Í frétt handboltavefsins í dag er rætt stuttlega við þjálfara liðsins, Heimi Ríkarðsson, sem segir íslenska liðið vilja bæta upp fyrir tapið gegn Dönum og muni koma af krafti í leikinn í dag enda sé ætlunin að koma heim með bronsverðlaunin. 

Skemman

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
16. september 2024 | kl. 13:00

Víti til varnaðar

Jóhann Árelíuz skrifar
15. september 2024 | kl. 06:00

Hrós

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. september 2024 | kl. 11:00

„Ertu gjörsamlega orðinn galinn?“

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
14. september 2024 | kl. 06:00

Hver á að ala upp barnið mitt? Við þurfum allt þorpið

Hrund Hlöðversdóttir skrifar
13. september 2024 | kl. 06:00

Reiði

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
12. september 2024 | kl. 08:50