Fara í efni
Pistlar

Hafði áhuga en skilyrt var að taka báðar lóðir

Afmörkun lóðanna númer 1 og 3 við Hofsbót sýndar með rauðu. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.

Engin tilboð bárust í byggingarrétt á lóðunum númer 1 og 3 við Hofsbót í miðbænum eins og Akureyri.net greindi frá í vikunni. Það þýðir þó ekki að enginn hafi haft áhuga á að byggja á svæðinu, en umfangið reyndist of mikið þar sem skilyrt var að sækja um báðar lóðirnar saman.

Halldór Magnússon, eigandi í fataverslunarinnar Imperial á Glerártorgi, hafði mikinn áhuga á að sækja um Hofsbót 1 og sagði í viðtali við Akureyri.net í janúar að hann hygðist sækja um þá lóð. Ekkert varð hins vegar úr því, Halldór segir umfangið hafa verið of mikið fyrst sækja þurfti um báðar lóðirnar.

„Ég lagði töluverða vinnu í að kanna málið og það hefði ekki verið neitt vandamál að fylla 2.000 fermetra pláss á jarðhæð Hofsbótar 1. Nokkrir aðilar voru mjög áhugasamir að koma þangað inn, blanda af ýmissi starfsemi. Mín tilfinning er sú að mjög margir vilji sjá hlutina gerast í miðbænum,“ sagði Halldór við blaðamann í dag.


Halldór Magnússon við vinnu í verslun sinni, Imperial, á Glerártorgi. Mynd: Snæfríður Ingadóttir.

Akureyrarbær óskaði eftir kauptilboðum í byggingarrétt á lóðunum í maí og rann frestur til að skila inn tilboðum út í lok júní. Í auglýsingunni segir meðal annars: „Lóðirnar tvær eru innan deiliskipulags miðbæjar Akureyrar og er á báðum lóðum gert ráð fyrir verslun- og þjónustu á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum. Heimilt er að vera með atvinnustarfsemi á annarri hæð. Gert er ráð fyrir sameiginlegum bílakjallara fyrir Hofsbót 1 og 3 með inn- og útakstri frá Strandgötu og eru lóðirnar tvær því boðnar út sem ein heild.“ (Leturbreyting Akureyri.net). Lóðirnar tvær eru samtals rúmir 3.600 fermetrar að stærð og samanlagt leyfilegt byggingarmagn samtals rúmir 10.500 fermetrar.

Hús dagsins: Litli-Hamar

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
07. september 2024 | kl. 15:15

Sjálfbærni

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
07. september 2024 | kl. 09:00

Hvað er svona merkilegt við það?

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
07. september 2024 | kl. 06:00

Samfélagsábyrgð fyrirtækja

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
06. september 2024 | kl. 22:00

Eftir þann fund var ég orðinn KA-maður

Orri Páll Ormarsson skrifar
06. september 2024 | kl. 08:30

Fyrr og nú við vatnsleiðslu

Sigurður Arnarson skrifar
04. september 2024 | kl. 08:50