Fara í efni
Pistlar

Naust III: Einbýli, parhús og raðhús

Gamli bærinn, Naust III, í fjarska vinstra megin. Minjasafnið á Akureyri hefur haft húsnæði til umráða lengi og notað sem geymslu. Húsið með rauða þakinu er einnig nýtt sem geymsla. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur auglýst drög að breytingu á deiliskipulagi fyrir Naust III. Þar er gert ráð fyrir sjö einbýlishúsalóðum, tveimur lóðum undir parhús og fimm fyrir raðhús. Um er að ræða appelsínugulu fletina á myndinni hér að neðan.


Drög að deiliskipulagi fyrir Naust III. Mynd: Akureyri.is.

Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem íbúðarbyggð (ÍB13) og er þessi deiliskipulagstillaga núna sögð beint framhald af uppbyggingu Naustahverfis. Fram kemur í auglýsingu skipulagsráðs að fyrst um sinn verði skipulagið áfangaskipt í tvo hluta, þar sem gamli bærinn Naust III fær að vera áfram þar til varanlegur staður hefur verið fundinn fyrir geymslur Minjasafnsins á Akureyri. Safnið hefur notað gamla bæinn sem geymslu árum saman. Naust III var nýbýli sem stofnað var frá bænum Naust árið 1930.


Rauði hringurinn sýnir umrætt svæði. Skjáskot af map.is/akureyri.


Gamli bærinn, Naust III. Minjasafnið á Akureyri nýtir húsin sem geymslur og gerir þar til varanlegur staður þær finnst í bænum. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Gífurrunnar

Sigurður Arnarson skrifar
31. október 2024 | kl. 09:00

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45

Karlakór í Kalabríu – II

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
30. október 2024 | kl. 11:00

Karlakór í Kalabríu – I

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
29. október 2024 | kl. 09:30

Hús dagsins: Aðalstræti 22

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
29. október 2024 | kl. 06:00

Innskotsborð

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
28. október 2024 | kl. 11:30