Fara í efni
Pistlar

Góð viðbrögð – á erindi til annarra þjóða

Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson, Heimir Bjarnason og Víði Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs Ríkislögreglustjóra - einn úr þríeykinu margfræga.

„Við höfum fengið alveg fáránlega góð viðbrögð. Ég get ekki sagt annað,“ segir Sævar Guðmundsson, einn þeirra sem gera heimildaþáttaröðina Storm um baráttuna við Covid-19, þegar hann er inntur eftir því hvernig þjóðin hefur tekið þáttunum sem þegar hafa verið sýndir.

„Allt sem maður sér og les á Facebook og Twitter og bara svona almennt umtal þá er erfitt að finna eitthvað neikvætt, en einu neikvæðu póstarnir eru að fólki finnist þetta of snemmt. Viðbrögðin hafa bara verið algjörlega frábær. Ég held að ef þú myndir komast í gegnum hálfan fyrsta þátt, þarft ekki einu sinni að fara svo langt, þá muntu sjá að þetta er ekki upptalningar á tölum, þetta er ekki það sem þú varst að sjá í fréttum. Um 99% af því sem þú sérð í þessum þáttum er efni sem þú hefur ekki séð áður. Þetta eru bara persónulegar sögur, fólk eins og ég og þú, sem lenti bara verra í því heldur en aðrir og við erum að fylgja því. Sumir eru að vinna persónulega sigra og þetta eru ósigrar líka, þetta er húmor, margt fyndið þarna. Þetta er bara eins og hver önnur Netflix-sería,“ segir Sævar. „Við lútum bara kvikmyndalögmálunum, það er það sem við erum að gera þarna. Þetta er ekki sagnfræði hjá okkur. Við erum ekki í þeim geira. Ég held að það sé aldrei of snemmt að horfa á þetta.“

Sævar Guðmundsson við tökur á Stormi.

Finnst þetta eiga erindi til annarra þjóða

Aðspurður segir Sævar að þeir gætu átt efni í hálfa seríu í viðbót enda er það efni sem við sjáum í þáttunum aðeins um einn hundraðshluti af því sem þeir tóku upp. „Okkur langar að koma þessu út, okkur langar til að önnur lönd sjái þetta, sjái hvernig þetta var gert hérna og hvernig þetta fór hér, en við erum bara í startholunum á því. Það væri óskastaða að koma þessu eitthvað, að minnsta kosti á Norðurlöndin, maður myndi halda að þetta ætti erindi þangað.“

Þegar viðtalið var tekið höfðu þeir skilað af sér fjórum þáttum og ætlunin að skila tveimur í viðbót síðastliðinn föstudag og svo tveimur í komandi viku. Þá tekur við vinna við að koma þáttunum á framfæri utan landsteinanna. Það er mikil vinna, þýðing texta og margt fleira sem þarf að huga að í því ferli.

„En varðandi efnið. Við eigum fullt af efni sem ekki er notað. Ég myndi halda að það væri undir um 1% af efni sem var skotið sem er notað í þættina. Ef það nær einu prósenti, ég held að það nái því ekki einu sinni. Við gætum alveg gert, ég segi ekki alveg seríu tvö, en svona hálfa seríu í viðbót. Ég er samt ekki viss um að við séum að fara þangað,“ segir Akureyringurinn Sævar Guðmundsson, leikstjóri, kvikmyndagerðarmaður og einn af framleiðendum þáttaraðarinnar Storms.

Jól í Eyrarvegi 35

Jóhann Árelíuz skrifar
22. desember 2024 | kl. 16:00

Einmana

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
20. desember 2024 | kl. 10:00

Helgiþinur og leyndarmálið sem hann geymir

Sigurður Arnarson skrifar
18. desember 2024 | kl. 13:00

Búrið

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
16. desember 2024 | kl. 11:30

Innilaugin

Jóhann Árelíuz skrifar
15. desember 2024 | kl. 06:00

Vikið frá ófrávíkjanlegri reglu

Orri Páll Ormarsson skrifar
13. desember 2024 | kl. 10:30