Fara í efni
Pistlar

Er betra að búa í 600 en 200?

Fræðsla til forvarna - XXI

Heilsa og heimilisfang.

Staða hvers og eins í samfélaginu er stærri áhrifavaldur heilsu en okkur grunar. Þetta kemur m.a. fram í því í hvaða póstnúmeri eða hverfi maður býr. Það virðist vera allt að 15 ára munur á lífslengd eftir því hvort maður fæðist og býr í ríkasta eða fátækasta hverfi Washingtonborgar. Svipaðar rannsóknir frá Glasgow í Skotlandi sýna jafnvel enn meiri mun. Þetta er kallað „Social gradient“ og mætti nefna réttilegar „félagsstuðul heilsu“.

Þetta fyrirbæri uppgötvaðist í kjölfar fjölmargra faraldsfræðilegra rannsókna sem gerðar hafa verið um allan heim frá því um miðja síðustu öld. Þetta snýst þó ekki einungis um hvar maður býr, heldur hvaða félagslegu stöðu eða status maður hefur (sem endurspeglast m.a. í búsetu). Helstu áhrifaþættir eru fátækt, skortssjúkdómar, fæðuval, lífstíll, menntun og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Ýmsir sálfélagslegir þættir eins og geðheilsa og streita hafa líka mikil áhrif.

Þrátt fyrir að svo virðist sem finna megi þennan félagsstuðul heilsu í öllum samfélögum (það hafa meira að segja verið gerðar rannsóknir í samfélögum apa sem sýna svipuð fyrirbæri) þá er ljóst að samspil áhrifa- og áhættuþátta er flókið og mismunandi eftir löndum, ríkidæmi þeirra eða aðstæðum, en fullyrða má að þessar háþróuðu vísindarannsóknir heilbrigðisfræðanna hvetji til þess að við skipuleggjum samfélög okkar með það í huga að stéttarskipting og mismunun sé ætíð sem minnst og tækifæri til menntunar og heilbrigðisþjónustu jöfn.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Hádegislúrinn

Jóhann Árelíuz skrifar
09. febrúar 2025 | kl. 12:00

Afbrot og geðheilsa

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
08. febrúar 2025 | kl. 15:30

„Mamma, á ég að borga kallinum?“

Orri Páll Ormarsson skrifar
07. febrúar 2025 | kl. 10:00

Hvað á barnið að heita? Um nafnasúpu stafafuru

Sigurður Arnarson skrifar
05. febrúar 2025 | kl. 09:00

Marengs

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
03. febrúar 2025 | kl. 11:30

0-1

Jóhann Árelíuz skrifar
02. febrúar 2025 | kl. 11:30