Fara í efni
Pistlar

Áfengi

Fræðsla til forvarna - XII

Oft sjást skilgreiningar á hvað sé „eðlileg“ eða „hættulaus“ áfengisnotkun og eru þá ólíkar eftir löndum eða menningarsvæðum. Í raun er ekki til slíkt áhættumat sem hefur fræðilegan stuðning rannsókna. Vitað er að áhættan af drykkju eykst einfaldlega með magni og tíðni. Einnig er ljóst að enginn sem velur að nota áfengi er öruggur um að lenda ekki í vanda.

Áfengi er hugvíkkandi efni með ávanaeiginleika. En það er löglegt og viðurkennt í samfélaginu og áberandi í félagslegu samhengi. Því er auðvelt að gleyma hve miklum skaða það getur valdið en áhrif þess geta verið mjög mikil og á öll þrjú svið heilsu: Andlega, líkamlega og félagslega heilsu.

Skv. WHO, Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, veldur áfengi 3 milljónum dauðsfalla á hverju ári og mun fleiri tilfellum skerðingar og fötlunar í heiminum. Áfengisofnotkun veldur rúmlega 5% af því álagi og kostnaði (burden) sem sjúkdómar valda yfir höfuð. Áfengi er aðaláhættuþáttur dauða eða fötlunar hjá þeim sem eru á aldursbilinu 15-49 ára og í 10% tilfella dánarorsök.

Margir vita að áfengi getur haft slæm áhrif á lifur en nýrri rannsóknir sýna að áhrifin eru mun víðtækari og að áfengi er eitur fyrir öll líffæri. Áfengið hefur líka ónæmisbælandi áhrif sem eykur líkur á sýkingum og er nú flokkað sem krabbameinsvaldandi efni. Áhrifin á heilann geta líka verið umtalsverð með þunglyndi, kvíða og skerðingu á vitrænni getu og í kjölfarið truflað félagslega heilsu, þ.e.a.s haft áhrif á samskipti og hegðun.

Áfengi er með hættulegri efnum sem við notum og væri líklega alfarið bannað ef það væri að koma á markaðinn í dag.

Lausnin á því verkefni að við getum notað áfengi, án of mikils fórnarkostnaðar, hefur verið að stýra aðgengi, með lagasetningum og reglum, sem byggja á fræðilegri þekkingu og skynsemi, fremur en kenningum um frjálsan markað eða gróðavon.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir og ráðgjafi í sálfélagslegri vinnuvernd.

Marengs

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
03. febrúar 2025 | kl. 11:30

0-1

Jóhann Árelíuz skrifar
02. febrúar 2025 | kl. 11:30

Geðheilbrigðisþjónusta – Sérhæf meðferð

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
02. febrúar 2025 | kl. 11:00

Hús dagsins: Aðalstræti 14; Gudmanns minde eða Gamli Spítalinn

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
31. janúar 2025 | kl. 08:30

Vinnukona á Akureyri

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
31. janúar 2025 | kl. 06:00

Saga gífurviða

Sigurður Arnarson skrifar
29. janúar 2025 | kl. 11:00