Fara í efni
Pistlar

Að vera, eða vera ekki geðveikur

Fræðsla til forvarna - VI

Gamla skilgreiningin á geðveiki var sú að einstaklingurinn hefði ekki stjórn á hugsun og hegðun. Flestir þessarra sjúklinga voru í geðrofsástandi af völdum alvarlegra geðsjúkdóma eða með skerðingu á heilastafssemi sem olli geðrænum einkennum. Nákvæmar greiningar og áhrifaríkar meðferðir voru ekki til og fólk var lokað inni á stofnunum. Á síðustu hundrað árum hefur þekkingin á geðveiki dýpkað, greiningartækni stórbatnað og viðhorf til þessarar tegundar heilsubrests breyst umtalsvert. T.d. var talið að aðeins þeir viðkvæmustu fengju veikindaviðbrögð við áfalli. Í dag er vitað að hver sem er getur fengið svo alvarlega og truflandi vanlíðan eftir áfall að greina megi það sem sjúklegt ástand og að þörf sé meðferðar. Einnig var talið að bara sumir gætu orðið alkóhólistar. Í dag er ljóst að allir geta orðið veikir af þeirri alvarlegu geðveiki sem áfengisfíkn er. Faraldsfræðilegar rannsóknir kenna okkur að í fjórðu hverri fjölskyldu er einhver með alvarlega og truflandi geðveiki. Slík veikindi vara stundum lengi en oftast eru til meðferðir sem milda vanlíðan og bæta stöðu þess sjúka og fjölskyldu hans. Einnig kemur fram að allt að helmingur okkar þurfi á geðheilbrigðisþjónustu að halda einhvern tímann á ævinni. Þá eru það oft tímabundin vandamál þar sem góð von er um fullan bata.

Umræða um geðheilsu hér á Íslandi er nú orðin opin þökk sé mörgum hugrökkum einstaklingum sem hafa stígið fram og lýst veikindum sínum. Skömmin að horfast í augu við vandann er hverfandi. Skilningur á mikilvægi fræðslu og forvarna er vaxandi. Leiknin að nota þekkinguna, greiningatæknina og að beita meðferðarúrræðunum sem áhrifaríkast án þess að sjúkdómsgera eða valda aukaverkunum eða skaða eykst með hverju árinu sem líður.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Sköpun og flæði

Hrund Hlöðversdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 06:00

Broddgreni

Sigurður Arnarson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 11:30

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Af dægurlagatextum

Skapti Hallgrímsson skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 08:00

Lofsöngur verður til

Kristín Þóra Kjartansdóttir skrifar
18. nóvember 2024 | kl. 18:00

Kvöldleikir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
18. nóvember 2024 | kl. 11:30