Fara í efni
Pistlar

Seigla og linka

Fræðsla til forvarna - XXVIII

Vísindin eru ekki alveg sammála um hvort þessi hugtök eru yfir eiginleika eða getu. Sennilega er um blöndu að ræða. Við höfum þennan magnaða meðfædda eiginleika að geta aðlagast og leyst vandamál en við sjáum líka að sumir eru fæddir seigari og aðrir fremur linir. En aðstæður og lífsreynsla styrkja og þjálfa og því má segja að seigla (e. resilience) sé líka færni eins og að læra að hjóla. Ef maður nái þessari getu vel nýtist sú leikni alla tíð. Og sem er enn mikilvægara, hana má styrkja og efla enn frekar. Því er þýðingamikið í uppeldinu að börnin þurfi að takast á við að leysa vandamál og þoli óvissu og uppalendur ættu að forðast ofverndun.

Og öll fáum við okkar skerf af áföllum og álagi og þó við sjáum það ekki sem blessun þegar stórræðin standa yfir, þá finnum við eftir á, að við höfum í staðinn öðlast eitthvað nýtt, jafnvel verðmætt í reynsluheim okkar.
 
Í starfi mínu sé ég oft mesta seiglu hjá þeim sem hafa orðið alvarlegast geðveikir og ég hef oft orðið vitni að miklum árangri og kraftaverkum. Það er misskilningur að þeir seigu sé harðari, finni minni tilfinningar, verði ekki daprir eða kvíðnir og gefist aldrei upp. Þeim líður jafn illa og þeim linu. En þeir þróa með sér aukna leikni til að takast á við tilfinningar sínar, að horfast í augu við breyttar aðstæður (ekki endilega að sætta sig við þær) og finna nýjar leiðir til að takast á við þær, ná meiri fjarlægð í vandann, þola óvissuna og tapa ekki voninni. Allt eru þetta kjarnaeiginleikar mennskunar.
 
Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Hús dagsins: Lundargata 11

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
23. nóvember 2024 | kl. 06:00

Get ég gert eitthvað fyrir þig?

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 12:00

Sköpun og flæði

Hrund Hlöðversdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 06:00

Broddgreni

Sigurður Arnarson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 11:30

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Af dægurlagatextum

Skapti Hallgrímsson skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 08:00