Aftur tvöfaldur bikarfögnuður KA?

Svo gæti farið að bæði blaklið KA fagni deildarmeistaratitli í dag og vinni þannig bæði bikara með tveggja vikna millibili. Bæði KA-liðin unnu Kjörísbikarinn fyrir hálfum mánuði og í dag fara fram lokaleikir í Unbroken-deildum karla og kvenna. Karlalið KA er reyndar þegar orðið deildarmeistari því aðalkeppinauturinn, Þróttur R., tapaði lokaleik sínum fyrr í vikunni.
Helstu samstarfsaðilar blakdeildar KA, Errea, Fura, Bílaleiga Akureyrar, Norlandair, Nesbræður og VÍS, bjóða öllum frítt á leiki dagsins.
Fyrri leikur dagsins er viðureign KA og Vestra í Unbroken-deild karla. Nú þegar er ljóst að KA hefur unnið Unbroken-deildina og fær því deildarmeistarabikarinn afhentan í leikslok. Fyrir leikinn í dag er KA með 48 stig, en Þróttur R. er með 47 stig og hefur lokið sínum leikjum.
- Unbroken-deild karla í blaki
KA-heimilið kl. 17
KA - Vestri
Kvennalið KA gæti reyndar einnig fagnað sínum deildarmeistaratitli áður en liðið spilar lokaleik sinn, gegn Þrótti R., kl. 19:30. Fyrr í dag eigast Afturelding og Völsungur við í Mosfellsbænum. Völsungur er eina liðið sem getur ógnað KA á toppi Unbroken-deildarinnar. Fyrir lokaleikina er KA með 43 stig og Völsungur 42. Hvernig sem leikur Völsungs og Aftureldingar fer er ljóst að sigur KA-kvenna myndi tryggja þeim titilinn.
- Unbroken-deild kvenna í blaki
KA-heimilið kl. 19:30
KA - Þróttur R.