Fara í efni
Menning

Listasafnið: auglýst eftir nýjum safnstjóra

Hlynur Hallsson hefur gegnt starfi safnstjóra Listasafnsins á Akureyri í áratug. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Hlynur Hallsson lætur af starfi safnstjóra Listasafnsins á Akureyri í sumar eftir 10 ár við stjórnvölinn og nú hefur Akureyrarbær auglýst starfið laust til umsóknar.

Ráðið er í starfið til fimm ára í senn og gert ráð fyrir að nýr safnstjóri taki við um miðjan júní.

„Listasafnið á Akureyri heyrir undir þjónustu- og skipulagssvið og stjórn safnsins er bæjarráð. Listasafnið sér um safneign listaverka Akureyrarbæjar, hefur umsjón með uppsetningum sýninga og fjölbreyttum viðburðum, fyrirlestrum, tónleikum, leiðsögnum og sinnir fræðslu fyrir skólahópa og safngesti,“ segir á heimasíðu Akureyrarbæjar.

„Safnstjóri stýrir starfsemi safnsins, leiðir þróun þess og veitir því faglega forystu í samræmi við gildandi stefnur Akureyrarbæjar og lög er varða málaflokkinn. Hann ber ábyrgð á starfsemi og rekstri safnsins.“

Helstu verkefni eru, segir í auglýsingunni:

  • Stýrir daglegri starfsemi, mannauðs- og rekstrarmálum. Stuðlar að framförum og árangri.
  • Ber ábyrgð á rekstrarlegri stjórnun.
  • Ber ábyrgð á mannauðsstjórnun í samræmi við mannauðsstefnu, stjórnsýslulög, verkferla og leiðbeiningar þar að lútandi.
  • Samhæfir störf undirmanna sinna svo að markmiðum vinnustaðarins verði náð með sem hagkvæmustum hætti.
  • Tryggir að safnið njóti trausts viðskiptavina, bæjarbúa, starfsfólks annarra starfseininga bæjarins og stjórnenda.
  • Hefur frumkvæði að nýjungum sem geta stuðlað að bættri þjónustu og rekstri.
  • Framkvæmd og eftirfylgni með starfsáætlun.
  • Fer með yfirumsjón kynningar- og fræðslumála.
  • Tryggir samstarf við skóla og atvinnulíf.
  • Tryggir þróun innan starfseminnar með innleiðingu nýrra lausna og hugmynda.
  • Söfnun tölulegra upplýsinga um starfsemina og skýrslugerð.
  • Heldur utan um safneign Listasafnsins og tryggir skráningu hennar.
  • Hefur umsjón með útleigu á húsnæði safnsins sem er til þess ætlað, s.s. kaffihús, vinnustofur, sýningarrými og listamannarekin rými.

Menntunar- og/eða hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun (BA/BS) sem nýtist í starfi.
  • Framhaldsnám sem nýtist í starfi er kostur.
  • Þekking og hæfni til að veita faglega forystu í starfsemi Listasafns.
  • Þekking á þróun, straumum og stefnum í safnastarfi.
  • Þekking á lögum og reglugerðum er varða starfsemina.
  • Reynsla af rekstri er æskileg.
  • Reynsla af teymisstjórnun er æskileg.
  • Farsæl reynsla af verkefnastjórnun.
  • Hæfni til að leiða umbótamiðað safnastarf, m.a. með tilliti til fjármála, reksturs og mannauðs.
  • Reynsla af uppsetningu sýninga.
  • Þekking á stjórnsýslulögum er kostur.
  • Færni í miðlun upplýsinga, bæði í ræðu og riti.
  • Góð íslenskukunnátta, geta til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Góð enskukunnátta, geta til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í verkefnum.
  • Metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Teymishugsun, samstarfsvilji, lipurð og hæfni í samskiptum.
  • Skipulagsfærni, sveigjanleiki og víðsýni.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2024.

Smellið hér til að sjá starfsauglýsinguna

Vefur Listasafnsins á Akureyri