Fara í efni
Menning

Fallegur barnafrakki úr efni frá Gefjun

SÖFNIN OKKAR – IIIFrá Iðnaðarsafninu á Akureyri_ _ _

Akureyri.net heldur áfram að opna dyr safnanna í bænum lesendum til fróðleiks og skemmtunar. Það verður gert vikulega, á fimmtudögum.

Þessi fallegi frakki er á Iðnaðarsafninu á Akureyri. Fulltrúar safnsins heimsóttu allar deildir öldrunarheimila Akureyrarbæjar árið 2018 og í eitt skiptið afhenti Elín Sigríður Axelsdóttir (1921-2021) þeim flíkina, sem hún saumaði úr Gefjunarefni árið 1952 á þriggja ára son sinn. Elíni Sigríði fannst við hæfi að frakkinn yrði varðveittur á Iðnaðarsafninu þar sem efnið var ofið á Gefjun, verksmiðju Sambands íslenskra samvinnufélaga á Gleráreyrum. 

Frakkann saumaði Elín á soninn Þórð Ingimarsson og það er fallegt að hún skyldi varðveita flíkina allan þennan tíma og meira að segja fara með hann með sér á elliheimilið.

Frakkinn er sennilega sá safngripur á Iðnaðarsafninu sem flestir hafa snert því gestir vilja nánast undantekningarlaust fá að handfjatla hann og skoða saumaskapinn sem er mjög vandaður á allann hátt.

Elín Sig­ríður Ax­els­dótt­ir fædd­ist í Hvammi þann 28. sept­em­ber 1921. Hún lést á dval­ar­heim­il­inu Grund við Hring­braut í Reykja­vík 4. júlí 2021. Foreldrar hennar voru Axel Björns­son og Mar­grét Guttormsdóttir.