Fara í efni
Mannlíf

Listamannaspjall með Karli og Erlingi

Við opnun sýningar Karls Guðmundssonar í byrjun desember; frá vinstri, Rósa Kristín Júlíusdóttir, samstarfskona Karls í listinni, Karl, Ingibjörg Auðunsdóttir, móðir hans, og Þórey Rut Jóhannesdóttir, unnusta Karls. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Í dag, sunnudaginn 6. febrúar, klukkan 15.00 verður listamannaspjall með Karli Guðmundssyni og Erlingi Klingenberg í Listasafninu á Akureyri. Þar mun Hlynur Hallsson, safnstjóri, ræða við þá um sýningar þeirra, Lífslínur og punktur, punktur, punktur, sem lýkur síðar sama dag. Einnig munu Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri, og Vilborg Einarsdóttir, framleiðandi, ræða um heimildarmyndina um Karl, Dansandi línur, sem nú er í framleiðslu. Undirbúningur og handritsskrif myndarinnar hófust 2019 og listrænar tökur fóru fram 2020 og aftur síðastliðið sumar undir stjórn Örnu Valsdóttur, sem er listrænn stjórnandi myndarinnar.