Fara í efni
Íþróttir

Frækinn sigur KA en KA/Þór og Þór töpuðu

Ólafur Gústafsson lék mjög vel í mikilvægum sigri KA á Haukum í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA-menn unnu Hauka með þriggja marka mun, 28:25, í efstu deild karla í handbolta í Hafnarfirði í dag og nældu þar með í gríðarlega mikilvæg stig í baráttunni um sæti í átta liða úrslitakeppni Íslandsmótsins. 

Kvennalið KA/Þórs tapaði aftur á móti fyrir Haukum 32:24, einnig í Hafnarfirði, og er í erfiðri stöðu á botni efstu deildar Íslandsmótsins.

Þá töpuðu Þórsarar 34:32 fyrir ÍR á heimavelli í næst efstu deild karla og eru nú í þriðja sæti af þeim fjórum liðum sem geta komist upp í efstu deild.
_ _ _

Síðasti sigur KA í deildarleik var gegn Val að Hlíðarenda 21. nóvember en síðan hafði liðið tapað sex leikjum í röð. Sigurinn var því sannarlega kærkominn og mikilvægur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Haukar höfðu frumkvæðið fam í miðjan seinni hálfleik en þá gerðu KA-menn þrjú mörk í röð og komust einu marki yfir, 8:7. Í stuttu máli sagt þá héldu KA-strákarnir forystunni upp frá því og unnu með þriggja marka mun.

Mörk KA: Ólaf­ur Gúst­afs­son 7, Ein­ar Rafn Eiðsson 7 (2 víti), Einar Birgir Stefánsson 5, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Arnór Ísak Haddsson 3, Jóhann Geir Sævarsson 2.

Varin skot: Nicolai Honrtvedt Kristensen 10 (41,7%), Bruno Bernat 2 (15,4%)

Eft­ir sig­ur­inn er KA í níunda sæti með 12 stig en Hauk­ar í sjötta sæti með 18 stig.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði leiksins

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni
_ _ _

11. tap KA/Þórs í röð

KA/Þ​ór tapaði 11. leikn­um í röð í Olís deild kvenna þegar Stelpurnar okkar sóttu Hauka heim. Haukar unnu 32:24 og KA/Þór er því áfram í neðsta sæti með fimm stig.

Fyrri hálfleikurinn var jafn og staðan 13:13 að honum loknum. Heimamenn skiptu um gír í upphafi seinni hálfleiks, náði ágætri forystu sem gestirnir náðu að minnka niður í eitt mark þegar um 10 mín. voru búnar en síðan jókst munurinn á ný, varð mestur níu mörk, en átta munaði í lokin.

Mörk KA/Þórs: Isabella Fraga 10 (4 víti), Nathalia Soares Baliana 5, Telma Lísa Elmarsdóttir 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Lydía Gunnþórsdóttir 1 (víti), Aþena Einvarðsdóttir 1.

Varin skot: Matea Lonac 11 (25,6%).

KA/Þór á nú þrjá leiki eftir í deildinni og verður að vinna að minnsta kosti tvo þeirra til að koma sér úr fallsætinu. Leikirnir eru gegn ÍBV og Aftureldingu í KA-heimilinu og Fram í Reykjavík.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði leiksins

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni
_ _ _

Tveggja marka tap fyrir ÍR

Brynjar Hólm Grétarsson í baráttunni gegn ÍR-ingum í dag. Hann var langmarkahæstur Þórsara með 12 mörk. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar urðu að gera sér tap fyrir ÍR-ingum að góðu í dag, þegar liðin mættust í næst efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. ÍR-ingar unnu 34:32 í Íþróttahöllinni á Akureyri.

Gestirnir voru skrefi á undan allan fyrri hálfleikinn og fimm mörkum munaði í hálfleik, 20:15. Þeir bættu í framan af seinni hálfleiknum, sjö mörkum munaði um hann miðjan og þótt Þórsarar næðu að minnka þann mun ógnuðu þeir sigrinum ekki verulega. Þegar ein og hálf mínúta var eftir var munurinn tvö mörk og þar við sat.

Mörk Þórs: Brynjar Hólm Grétarsson 12, Halldór Kristinn Harðarson 7, Sveinn Aron Sveinsson 4, Arnór Þorri Þorsteinsson 3, Friðrik Svavarsson 3, Þormar Sigurðsson 3, Garðar Már Jónsson 1, Aron Hólm Kristjánsson 1.

Varin skot: Kristján Páll Steinsson 6, Tómas Ingi Gunnarsson 4.

Smellið hér til að sjá tölfræði leiksins

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni

Þór á fjóra leiki eftir í deildinni:

  • Fjölnir (úti), Fram-U (heima), Víkingur-U (heima)