Íþróttir
Fljúgandi start karlaliðs KA í blaki
03.04.2025 kl. 22:00

Mynd af Facebook síðu KA
Karlalið KA sigraði Aftureldingu af miklu öryggi, 3:0, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Íslandsmótins í blaki i KA-heimilinu í kvöld. Hrinurnar enduðu 25:20, 25:17 og 25:12. Liðin mætast aftur í Mosfellsbæ á sunnudaginn, tvo sigra þarf til að komast áfram þannig að vinni KA-strákarnir á sunnudaginn tryggja þeir sér sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn.
Reykjavíkur-Þróttur og Hamar eigast einnig við í undanúrslitum og unnur Þróttarar fyrstu viðureign liðanna á heimavelli í kvöld, 3:0 – 25:19, 25:17, 25/20.