Fara í efni
Íþróttir

Búið að nafngreina alla kraftlyftingakappana

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þessi mynd birtist á Akureyri.net í byrjun mánaðarins sem áttunda gamla íþróttamyndin, og ekki leið á löngu þar lesendur höfðu lokið við að nafngreina alla kappana sem þarna eru.

Myndin er tekin árið 1980 á kraftlyftingamóti sem fram fór í íþróttahúsi Glerárskóla. Efstur með bikarinn er Arthúr Bogason – kallaður Norðurhjaratröllið – en hann setti einmitt Evrópumet í réttstöðulyftu þetta ár. Aðrir eru, frá vinstri: Jóhannes Mar Jóhannesson, Sigurður Pálsson, Flosi Jónsson, krjúpandi er Víkingur Traustason – jafnan kallaður Heimskautabangsinn – Kristján Falsson og Jóhannes Hjálmarsson, sem tvívegis varð heimsmeistari öldunga í kraftlyftingum. Fyrir aftan Kristján Falsson sést glitta í Halldór Jóhannesson. Halldór og Jóhannes Mar eru synir Jóhannesar Hjálmarssonar.