Fara í efni
Íþróttir

Aldís fyrst – bein útsending frá EM

Aldís Kara Bergsdóttir með verðlaunin sem hún fékk fyrir að vera kjörin skautakona ársins á Íslandi í lok síðasta árs - þriðja árið í röð. Ljósmynd Sævar Geir Sigurjónsson.

Aldís Kara Bergsdóttir úr Skautafélagi Akureyrar brýtur í dag blað í sögu skautaíþrótta hér á landi. Þá hefur hún keppni á Evrópumóti fullorðinna í listhlaupi, fyrst Íslendinga. Dregið var um keppnisröð í gærkvöldi og þá kom í ljós að Aldís Kara verður fyrst allra sem stígur út á svellið. Hún hefur keppni klukkan 9.59 að íslenskum tíma núna á eftir.

„Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Aldís fær þetta rásnúmer og er því öllu vön en hún skautaði einnig fyrst á Ólympíuúrtökumótinu í Oberstdorf í september á síðasta ári,“ segir á vef Skautasambands Íslands.  Þar kemur fram að 36 keppendur frá 30 löndum séu skráðir til leiks, þeirra á meðal „einhverjir þeir bestu skautarar í heiminum í dag.“

Smellið hér til að horfa á beina útsendingu.