Fara í efni
Íþróttir

Velkomin heim af EM, Aldís Kara!

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Aldís Kara Bergsdóttir og þjálfari hennar, Darja Zajcenko, fengu skemmtilegar móttökur á Akureyrarflugvelli í kvöld þegar þær komu heim af Evrópumótinu í Tallinn í Eistlandi. Aldís Kara varð á fimmtudaginn fyrsti Íslendingurinn til að keppa í listhlaupi á EM.

Ungar stelpur úr Skautafélagi Akureyrar höfðu varið drjúgum tíma í að föndra spjöld sem þær færðu Aldísi og Darja; buðu þær þannig velkomnar heim, og gáfu þeim blómvendi að auki.

Aldís Kara og þjálfari hennar, Darja Zajcenko, koma út úr flugstöðvarbygginguna á Akureyri í kvöld.

Aldís Kara Bergsdóttir og móðir hennar, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, á Akureyrarflugvelli í kvöld.