Stefnumál framboðanna í Hörgársveit
Í komandi sveitarstjórnarkostningum þann 14. maí næstkomandi verða tveir listar í framboði í Hörgársveit, H-listi Hörgársveitar og J-listi Grósku.
Framboð og stefnumál H-lista Hörgársveitar
- Jón Þór Benediktsson framkvæmdastjóri
- Jónas Þór Jónasson söngvari
- Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir viðburðarstjóri
- Bjarki Brynjólfsson lögfræðingur
- Ásta Hafberg viðskiptafræðingur
- Andrea Regula Keel sjúkraliði
- Eydís Ösp Eyþórsdóttir verkefnastjóri
- Eva María Ólafsdóttir bóndi
- Sigurður Pálsson ellilífeyrisþegi
- Brynjólfur Snorrason ráðgjafi
Öldrunarmál
Við viljum:
- Marka skýra stefnu í málefnum eldri íbúa okkar
- Skoða möguleika á að hafa opið hús reglulega fyrir eldra fólk á Þelamörk og nýta til þess íþróttamiðstöð, matsal og/eða félagsmiðstöð
- Tryggja sem best að öllum íbúum Hörgársveitar geti liðið sem best og búið sem lengst í sinni heimabyggð
- Efla samstarf við nágranna sveitarfélög um öldrunarþjónustu og velferðarmál almennt
- Funda með eldri íbúum og heyra þeirra vilja
Samgöngur
Við viljum:
- Krefjast vegbóta á heimreiðum
- Bæta sem allra fyrst vegtengingar við Lónsbakka
- Laga gatnatengingar við Álfastein
- Klára reiðvegi í Hörgárdal sem og meðfram Hlíðarvegi (818)
- Leggja göngu og hjólastíg frá Akureyri að Dalvíkurbyggð, sem og að íþróttahúsinu á Þelamörk
- Útrýma malarvegum í Hörgársveit
- Tryggja að 4G samband náist um allt sveitarfélagið
Skipulagsmál
Við viljum:
- Vanda við gerð nýs aðalskipulags, virða vilja landeigenda
- Tryggja verndun landbúnaðarlands í aðalskipulagi, t.d. með að flokka allt land í sveitarfélaginu með tilliti til landbúnaðarnotkunar, malartekju o.s.frv.
- Hjálpa landeigendum við að finna lausn á Blöndulínumálum
- Tryggja nægileg íbúðasvæði í aðalskipulagi, stækka þau ef þarf. Virða vilja íbúa á þeim svæðum þegar kemur að deiliskipulagi þeirra. Hjalteyri, Lónsbakki, Hagabyggð.
Unga fólkið
Við viljum:
- Áfram öfluga og góða skóla í Hörgársveit
- Nýta heimavist Þelamerkurskóla sem hluta af framtíðar húsnæði skólans
- Efla til muna fjölnota félagsmiðstöð á neðstu hæð heimavistar
- Gefa áfram út frístundastyrk
- Endurskoða opnunartíma íþróttamiðstöðvar
- Styðja við bakið á ungmennastarfi Smárans
- Merkja vel við þjóðveginn báða skólana sem og íþróttamiðstöðina og reyna með því að höfða til samvisku fólks við lækkun umferðarhraða
- Setja upp gott leiksvæði fyrir börn á Lónsbakka
- Hlusta á unga fólkið okkar
- Efla áhrif ungmennaráðs
Umhverfismál
Við viljum:
- Vinna eftir umhverfisstefnu Hörgársveitar
- Vera leiðandi sveitarfélag þegar kemur að umhverfismálum
- Innleiða sem fyrst ný lög og reglur um meðhöndlun úrgangs
- Fjölga staðsetningum fyrir dýrahræsgáma
- Halda árlegan umhverfisdag að vori, plokkdag
- STÓR AUKA upplýsingagjöf um umhverfismál
- Grenndargáma við Lónsbakka
Menningarmál
Við viljum:
- Efla og bæta verulega þennan málaflokk
- Fyrst og fremst hlusta á ykkar hugmyndir og áherslur
- Veita Atvinnu og menningarmálanefnd aukin völd og fjármagn til að styðja við menningarstarf í Hörgársveit
- Efla Sæludaginn, hátíðina okkar, til mikilla muna og endurskoða framkvæmd hennar með íbúm Hörgársveitar
- Gera menningu Hörgársveitar mun sýnilegri
Landbúnaður
Við viljum:
- Tryggja aðkomu bænda og landeigenda að ákvarðanatöku og stefnumótun sem snúa að lendum þeirra og störfum
- Vernda gott landbúnaðarland sem slíkt
- Setja vinnureglur í aðalskipulag um skipulag skógræktarsvæða
- Setja ekki íþyngjandi reglur fyrir landbúnað
- Huga að nýrri fjárrétt í Glæsibæjardeild
- Klára viðræður við nýtt sveitarfélag í Skagafirði um fjallaskil á Öxna- og Hörgárdalsheiðum
- Rimlahlið í Öxnadal verði sett upp þegar samið hefur verið við Skagfirðinga
Íbúðamál
Við viljum:
- Skipuleggja íbúðabyggðir í sátt og samvinnu við íbúa svæðanna
- Styðja við uppbyggingu í Hagahverfi/Glæsibæ
- Rýmka heimildir til nýbygginga á bújörðum/lóðum í sveitarfélaginu
- Vernda Hjalteyrina og umhverfi hennar sem verndarsvæði í byggð
Stjórnsýsla
Við viljum:
- Hlusta
- Auka íbúalýðræði
- Fjölga í sveitarstjórn í samræmi við fjölgun íbúa
- Fela nefndunum aukin völd til ákvarðanatöku
- Opna stjórnsýsluna meira en nú er
- Hafa opna fundi sveitarstjórnar árlega og fasta viðtalstíma fulltrúa
- Auka verulega upplýsingagjöf til íbúa
Facebook-síða H-listans Hörgársveit: H-listi Hörgársveit | Facebook
_ _ _
Framboð og stefnumál J-lista Grósku
- Axel Grettisson stöðvarstjóri
- Ásrún Árnadóttir fyrrverandi bóndi
- Sunna María Jónasdóttir félagsfræðingur
- Vignir Sigurðsson bóndi
- Jóhanna María Oddsdóttir hjúkrunarfræðingur
- Ásgeir Már Andrésson vélstjóri
- Agnar Þór Magnússon bóndi
- Eva Hilmarsdóttir hjúkrunarfræðingur
- Kolbrún Lind Malmquist ferðamálafræðingur
- María Albína Tryggvadóttir hjúkrunarfræðingur
Skipulags- og innviðamál
- Við viljum leggja áherslu á fjölnota vegi fyrir gangandi og hjólandi umferð
- Við viljum halda áfram með uppbyggingu reiðvega um allt sveitarfélagið
- Við viljum hafa að leiðarljósi hagsmuni landbúnaðarlands í skipulagsmálum sveitarfélagsins
- Við viljum stuðla að blómlegri byggð í öllu sveitarfélaginu
- Við viljum bæta umferðartengingar í Lónsbakkahverfinu í sátt við íbúa hverfisins
- Við viljum halda áfram að aðstoða landeigendur á línuleið Blöndulínu 3 að ná sem bestri sátt um framkvæmdina
- Við uppbyggingu þéttbýliskjarnanna í sveitarfélaginu viljum við gæta þess að þeir haldi þeim forréttindum að vera í dreifbýli
- Við viljum stuðla að áframhaldandi uppbyggingu á Hjalteyri m.a. með því að skoða möguleika á því að bjóða upp á sjávarlóðir
- Við viljum halda áfram að styðja við þau lögbýli á köldum svæðum sem vilja setja upp hagkvæmari kosti við húshitun
- Við viljum styrkja samgöngukerfið í öllu sveitarfélaginu
- Við viljum styrkja stefnumótun í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu
- Við viljum viðhalda þeim grænu svæðum sem nú þegar eru í þéttbýliskjörnum
Atvinnu- og landbúnaðarmál
- Við viljum stuðla að uppbyggingu ferðatengdrar menningarstarfsemi
- Við viljum stuðla að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu
- Við viljum stuðla að nýsköpun í landbúnaði og aukinni matvælaframleiðslu
- Við viljum stuðla að því að landbúnaður verði áfram öflug atvinnugrein í sveitarfélaginu
Fræðslumál
- Við viljum halda á lofti sérstöðu leik- og grunnskóla en báðir eru m.a. heilsueflandi skólar og grænfánaskólar
- Við viljum stuðla að áframhaldandi góðu samstarfi á milli leik- og grunnskóla og einnig við Íþróttamiðstöðina á Þelamörk
- Við viljum stuðla að áframhaldandi uppbyggingu Álfasteins og Þelamerkurskóla
- Við viljum efla endurmenntun í sveitarfélaginu
- Við viljum endurskoða gjaldskrá leikskólans Álfasteins með hagsmuni barnafólks í huga
Umhverfismál
- Við viljum stuðla að aukinni flokkun úrgangs
- Við viljum vera til fyrirmyndar í umhverfismálum t.d. með árlegum umhverfis- og hreinsunardegi
- Við viljum stuðla að bættri ásýnd sveitarfélagsins
Samgöngumál
- Við viljum stuðla að uppbyggingu allra malarvega í sveitarfélaginu
- Við viljum þrýsta á að heimreiðar í sveitarfélaginu verði lagfærðar
- Við viljum fjölga hjóla- og göngustígum í sveitarfélaginu
- Við viljum halda Skógarhlíðinni áfram sem botnlangagötu og finna aðra leið til að tengja leikskólann betur við Lónsbakkahverfið
- Við viljum bæta gatnamótin inn í Lónsbakkahverfið frá þjóðvegi 1
Menningarmál
- Við viljum efla menningarstarf í sveitarfélaginu
- Við viljum stuðla að uppbyggingu og samvinnu ferðaþjónustufyrirtækja í Hörgársveit
- Við viljum áfram styðja við fjölskylduhátíðina „Sæludagurinn í sveitinni“
- Við viljum varðveita menningararf Hörgársveitar
Íþrótta- og tómstundamál
- Við viljum halda áfram að stuðla að íþrótta- og tómstundaiðkun með frístundastyrk til 5-16 ára barna
- Við viljum áfram hafa frítt í sund í Jónasarlaug fyrir alla íbúa og starfsfólk sveitarfélagsins
- Við viljum stuðla að íþrótta/tómstundaiðkun barna og unglinga í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins m.a. með því að bæta útileiksvæði sem fyrir eru og bæta við þar sem þörf er á
Félags- og heilbrigðismál
- Við viljum stuðla að eflingu félagsstarfs fyrir íbúa sveitarfélagsins, jafnt unga sem aldna
- Við viljum efla grunnþjónustu í félags- og heilbrigðisþjónustu í samstarfi við önnur sveitarfélög
Önnur mál
- Við viljum yfirfara brunamál í sveitarfélaginu t.d. með tilliti til aðgengis að vatni
- Við viljum setja upp upplýsingaskilti við afleggjarann niður að Hjalteyri
- Við viljum bæta heimasíðu sveitarfélagsins m.t.t. nýrra íbúa
- Við viljum hafa góða upplýsingagjöf til íbúa
- Við viljum áfram hafa opna stjórnsýslu
- Við viljum áfram gæta aðhalds og skynsemi í rekstri sveitarfélagsins
- Við viljum stuðla að aukinni stafrænni miðlun
- Við viljum áfram stuðla að fjölskylduvænu samfélagi
- Við viljum vera í sveitarstjórn fyrir ykkur, íbúa Hörgársveitar
Facebook-síða J-listans Grósku: Listi Grósku | Facebook
Kjörfundur verður í Þelamerkurskóla laugardaginn 14. maí 2022 og stendur yfir frá 10:00 til 20:00.