Slikjan óskaðleg – til greina kemur að kaupa mæli
Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur ítrekað bón sína um að Akureyrarbær fjárfesti í mæli til að fylgjast með útblæstri skemmtiferðaskipa. Töluverður reykur lá yfir bænum í morgun en áhöld eru um hversu mengandi hann er. Þetta kemur í frétt RÚV.
Pétur Ólafsson, hafnarstjóri hjá Akureyrarhöfn, segir við RÚV að þróunin sé í rétta átt og hefur litlar áhyggjur af stöðunni. „Fjöldi skipa sem koma núna til Íslands eru með mjög fullkominn hreinsibúnað, svokallaða scrubbers og það hreinsar útblásturinn um 98 prósent þannig að oft á tíðum er þetta bara gufa sem kemur út í loftið en menn náttúrlega vissulega halda að það sé mengun allt saman en svo er ekki,” segir Pétur. Hann segir slikjuna sem lá yfir bænum í morgun ekki skaðlega og öll skip sem komi noti olíu sem sé lögleg; engin svartolía sé notuð í þessum skipum í dag.
Pétur segir við RÚV að vel komi til greina að kaupa mæli eins og Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur farið fram á.
Nánar hér á vef RÚV.