Fréttir
Loftgæðamælir kominn í lag – fleiri settir upp
28.10.2022 kl. 15:57
Loftgæðamælirinn er við Strandgötu, norðan menningarhússins Hofs. Mynd af vef Akureyrarbæjar. Ljósmynd: Auðunn Níelsson.
Loftgæðamælir við Strandgötu sem hefur verið bilaður frá því í byrjun október er nú kominn í lag. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar í dag. Þar er þess og get getið að sex nýir snjallmælar, sem m.a. mæli styrk svifryks, verði settir upp fljótlega.
„Talverð svifryksmengun hefur augljóslega verið í bænum síðustu daga og hafa starfsmenn Akureyrarbæjar beitt öllum tiltækum ráðum til að halda henni í skefjum,“ segir á vef sveitarfélagsins. „Ljóst er að í þeim veðurskilyrðum sem ríkt hafa undanfarið er við ramman reip að draga en reynt er eins og kostur er að fylgjast með þróun loftgæða og verða á næstu vikum settir upp sex nýir snjallmælar í bæjarlandinu sem mæla m.a. styrk svifryks.“