Fara í efni
Fréttir

Er tjaldstæðið fórnarlamb öfga?

Jón Hjaltason, sagnfræðingur, er ekki hrifinn af þeim áformum að byggt verði á tjaldstæðinu við Þingvallastræti en segir enn tækifæri til að sporna gegn þeirri óheillaþróun. „Til þess þurfum við að láta af hinni öfgakenndu þéttingar-byggingar-stefnu sem vaðið hefur uppi allt of lengi, studd fjárhagsrökum,“ segir Jón í aðsendri grein á Akureyri.net í morgun. „Stórt skref á þeirri vegferð væri að skila afkomendum okkar tjaldsvæðinu óáreittu og að skipuleggja íþróttavöllinn við Hólabraut sem útivistarsvæði. Hugsið ykkur möguleikana. Að vetrinum: Skíðasvæði í brekkunni, tjörn og skautar á flatanum, troðnar skíðagöngubrautir, snjókastalar (hráefnið kæmi af himni og götum bæjarins það sem nú fer í sjóinn) og allt í kring stiklandi foreldrar.“

Smelltu hér til að lesa greins Jóns Hjaltasonar