Fara í efni
Fréttir

Betra að gera strax ráð fyrir bílakjallara

Ný tillaga Landslags fyrir Nýjan Landspítala ohf., að deiluskipulagi fyrir svæðið.
Skipulagsráð Akureyrar telur skynsamlegt að gera strax ráð fyrir bílakjallara við Sjúkrahúsið á Akureyri í þess að dreifa bílastæðum yfir eins stórt svæði og ný tillaga Nýs Landspítala ohf. gerir ráð fyrir og sjá má á myndinni hér að ofan. Þá efast skipulagsráð um staðsetningu þyrlulendingarsvæðis vegna nálægðar við bílastæði, gangstíg og götu.
 
Á síðasta fundi skipulagsráðs var lögð fram tillaga Nýs Landspítala að breytingu á deiliskipulagi „svæðis fyrir uppbyggingu heilbrigðisþjónustu við Eyrarlandsveg,“ eins og segir í fundargerð. Um er að ræða breytingu vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk).

 

Útlit viðbyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri sem kynnt var vorið 2024. 

Nýr Landspítali birti í maí á síðasta ári niðurstöðu hönnunarútboðs vegna nýs húsnæðis þar sem verða legudeildir fyrir skurð- og lyflækningadeildir, og dag-, göngu- og legudeildir geðdeildar.

Byggingin rís sunnan við núverandi hús SAk eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Á því svæði er nú þyrlupallur, upphaflega var ekki gert ráð fyrir slíkum lendingarstað og því mótmælti m.a. stjórn Félags sjúkrahúslækna.

GILDANDI DEILISKIPULAG

TILLAGA AÐ BREYTTU DEILISKIPULAGI

Í tillögu að breyttu deiliskipulagi, sem Landslag vinnur fyrir Nýjan Landspítala ohf., er lóð SAk skipt upp í tvær lóðir en það skiptir almenning í sjálfu sér ekki miklu máli. Fólk yrði varla vart við stórvægilegar breytingar nema breytingarnar á bílastæðunum. 

Þó má nefna nokkur atriði sem fram kom í gögnum Landslags:

  • Norðan bílastæðisins verður göngustígur meðfram Lystigarðinum sem tengist inn á aðkomuleiðir gangandi inn í garðinn en með því er verið að bæta aðgengi gangandi að Lystigarðinum.
  • Göngustígurinn tengist inn á núverandi gangstéttar meðfram Þórunnarstræti og Eyrarlandsvegi og er hann að hluta innan eystri lóðar SAk.
  • Aðkoma neyðarbíla er meðfram hliðum núverandi og fyrirhugaðra viðbygginga.
  • Á lóðinni er núverandi þyrlupallur en í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að þyrlupallurinn flytjist á þak nýbyggingar.
  • Sú breyting er gerð að nýr lendingarstaður þyrla verður staðsettur á suðvestur hluta svæðisins, austan Þórunnarstrætis og norðan
    Búðartraðar.