Fréttir
Dregið var um fjölda lóða í Holtahverfi
29.10.2021 kl. 11:12
Mikill áhugi var á byggingarlóðum í nýjum hluta Holtahverfis, austan Krossanesbrautar. Í vikunni úthlutaði skipulagsráð Akureyrarbæjar 19 lóðum á svæðinu og í mörgum tilfellum þurfti að draga um það hver hreppti lóðir.
Í september voru 22 lóðir á svæðinu auglýstar til umsóknar og alls bárust 33 umsóknir frá einstaklingum og lögaðilum; lögaðili er stofnun, félag eða fyrirtæki. Samkvæmt reglum Akureyrarbæjar njóta einstaklingar forgangs við úthlutun einbýlis- og parhúsalóða.
Hluti lóðanna verður byggingarhæfur næsta vor, aðrar næsta haust.
EINBÝLISHÚSALÓÐIR
Lóðirnar eru austast fyrir miðju svæðinu, ofan við smábátahöfnina.
- Hulduholt 21 – Þetta var vinsælasta lóðin, sú nyrsta; um hana bárust 17 gildar umsóknir. Við útdrátt féll lóðin í hlut Arnar Dúa Kristjánssonar.
- Hulduholt 23 – Um þessa lóð bárust 15 gildar umsóknir. Dregið var um lóðina og hana fékk Guðbjörg Harpa Þorvaldsdóttir.
- Hulduholt 25 – Sjö gildar umsóknir bárust um lóðina. Hana fékk við útdrátt Örn Arnar Óskarsson.
- Hulduholt 31 – Sjö gildar umsóknir bárust um lóðina. Dregið var og lóðina fékk Aðalbjörg Þórólfsdóttir.
- Hulduholt 29 – Fimm gildar umsóknir bárust. Dregið var úr þeim og lóðin kom í hlut Prebens Jóns Péturssonar.
- Hulduholt 27 – Fjórar gildar umsóknir bárust. Dregið var og lóðina hlaut Fríða Rún Guðjónsdóttir.
PARHÚSALÓÐIR
- Álfaholt 1-3 – Fimm gildar umsóknir bárust. Við útdrátt fékk lóðina Sigurgeir Svavarsson ehf.
- Álfaholt 5-7 – Átta gildar umsóknir bárust. Við útdrátt féll lóðin í hlut Davíðs Búa Halldórssonar.
- Álfaholt 9-11 – Sjö gildar umsóknir bárust. Hjalti Sigurðsson fékk lóðina.
- Álfaholt 4-6 – Þrjár gildar umsóknir bárust, þar af ein frá lögaðila. Skipulagsráð samþykkir að falla frá úthlutun lóðarinnar að svo stöddu þar sem skoða þarf betur afmörkun lóðarmarka við Álfaholt 2.
- Álfaholt 8-10 – Tvær gildar umsóknir bárust. Samkvæmt reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða getur hver einstaklingur aðeins fengið byggingarrétti á einni lóð úthlutað hverju sinni. Báðir umsækjendur hafa þegar fengið úthlutað lóð og þess vegna þarf að auglýsa lóðina lausa til úthlutunar að nýju.
- Álfaholt 12-14 – Tvær gildar umsóknir bárust. Báðir umsækjendur höfðu þegar fengið úthlutað lóð og þess vegna þarf að auglýsa lóðina lausa til úthlutunar að nýju.
- Hulduholt 14-16 – Fimm gildar umsóknir bárust. Við útdrátt féll lóðin í hlut Hjartar Bjarka Halldórssonar.
RAÐHÚSALÓÐIR
- Hulduholt 5-11 – Fjórar gildar umsóknir bárust. Við útdrátt kom lóðin í hlut Vetrarfells ehf.
- Hulduholt 13-19 – Fimm gildar umsóknir bárust. Við útdrátt kom lóðin í hlut Kötlu ehf.
- Hulduholt 4-12 – Ellefu gildar umsóknir bárust. Skipulagsráð úthlutaði lóðinni til Sigurgeirs Svavarssonar ehf.
- Hulduholt 20-24 – Þrjár gildar umsóknir bárust. Við útdrátt kom lóðin í hlut Byggingarfélagsins Stafnsins ehf.
FJÖLBÝLISHÚSALÓÐIR
- Þursaholt 5 – Fimm gildar umsóknir bárust. Skipulagsráð úthlutaði lóðinni til SS Byggis ehf.
- Þursaholt 7 – Sjö gildar umsóknir bárust. Skipulagsráð úthlutaði lóðinni til SS Byggis ehf.
- Þursaholt 9 – Sjö gildar umsóknir bárust. Skipulagsráð úthlutaði lóðinni til SS Byggis ehf.
- Hulduholt 2 – Sex gildar umsóknir bárust. Skipulagsráð úthlutaði lóðinni til Byggingarfélagsins Hyrnu.
- Dvergaholt 5-9 – Tvær gildar umsóknir bárust. Skipulagsráð úthlutaði lóðinni til Trétaks ehf.