Fara í efni
Fréttir

Ásýnd, umgengni, útivist og náttúra

Akureyri. Ásýndin skiptir máli og er eitt af því sem fjallað er um í aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum. Mynd: Haraldur Ingólfsson.

Áhersla er á gott aðgengi íbúa að útivistar- og náttúrusvæðum innan Akureyrarbæjar, verndun náttúru, jarðmyndana og lífríkis innan bæjarlandsins í kaflanum um græn svæði og náttúru í aðgerðaáætlun bæjarins í umhverfis- og loftslagsmálum. Með því er horft hvort tveggja til lýðheilsusjónarmiða og hlutverks grænna svæða í því að Akureyrarbær nái kolefnishlutleysi. Í lokakaflanum eru verkefni tengd ásýnd bæjarins, umhverfi tímafrekra framkvæmda, geymslusvæði og gáma, rusl á almannafæri og ljósmengun. 

Í dag er komið að því að renna yfir tvo síðustu kaflana í aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum 2024-2026.

Markmið þessara aðgerða er að hámarka bindingu kolefnis í bænum, að vernda og viðhalda lífríki svæðisins og stuðla að betri umgengni á viðkvæmum svæðum. Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að auka vitund íbúa á sínu næsta umhverfi og stuðla að bættri umgengni um náttúruna,“ segir í inngangi fimmta kafla áætlunarinnar. 

Verðmæt útivistarsvæði og náttúruperlur

  • Endurheimt votlendis
    • Draga úr losun frá landi sem hefur verið þurrkað upp og ekki nýtt sérstaklega. Um leið að auka virði svæðisins sem náttúru- og útivistarsvæðis í bæjarlandinu.
  • Ágengar plöntur og plöntur á bannlista
    • Uppræta óæskilegar plöntur í bæjarlandinu og þær plöntur sem eru á bannlista.
  • Sérstætt landslag
    • Tryggja aðgengi komandi kynslóða að sérstæðu landslagi innan bæjarins.
  • Fræðsluskilti við áhugaverða náttúru
    • Auka vitund íbúa á sínu næsta umhverfi og stuðla að bættri umgengni um náttúruna.
  • Efling útivistarsvæða
    • Útivistarsvæði bæjarins séu fjölsóttir og mannbætandi staðir þar sem maður er manns gaman. Mæta fjölbreyttum óskum ólíkra hópa og sérþarfa og þannig fjölga komu sem flestra. Þróun útivistarsvæða bæjarins sé í samræmi við nútímakröfur og framboð afþreyingar sé það sömuleiðis.
  • Matjurtagarðar Akureyrar
    • Gefa fleiri bæjarbúum tækifæri á að rækta sinn garð.
  • Græni trefillinn
    • Auka skjólsæld og kolefnisbindingu í bæjarlandinu.
  • Trjáverndarstefna
    • Hámarka bindingu kolefnis frá trjám í bænum. Merkileg eða sérstök tré séu ekki felld án formlegs samþykkis.
  • Fuglatalning
    • Til séu töluleg gögn um þróun á fjölda fugla og tegundum í bænum sem nýtist í stefnumörkun og aðgerðum.
  • Strandsvæði og fjörur
    • Strandsvæði séu hrein og aðgengileg, rétt eins og önnur útivistarsvæði bæjarins.
  • Fráveita
    • Fyrir lok árs 2026 verði tilbúin áætlun um uppbygginigu í fráveitumálum sem muni uppfylla auknar kröfur.

Áhersla á ásýnd og umgengni

Nýjasti kaflinn í aðgerðaáætluninni varð til síðastliðið haust og fékk hann heitið Umgengni og stjórnsýsla. Þar er áhersla á ásýnd bæjarins og umgengni. 

Akureyri hefur ávallt staðið framarlega þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum, því er gríðarlega mikilvægt að viðhalda þessari fyrirmyndarstöðu og gera enn betur. Bærinn er einnig þekktur sem útivistarparadís en til að viðhalda því orðspori er mikilvægt að ganga vel um bæinn og halda honum hreinum og snyrtilegum. Markmið þessara aðgerða er helst að viðhalda stöðu Akureyrar sem fyrirmyndarbær í umhverfis- og loftlagsmálum. Enn fremur snúast aðgerðirnar
um að tryggja að bærinn sé hreinn og snyrtilegur,“ segir í inngangi að sjötta kaflanum.

  • Svæðisborg
    • Akureyri sé fyrirmynd í umhverfis- og loftslagsmálum og sé meðvituð um hlutverk sitt sem slík.
  • Stjórnendaþekking
    • Starfsfólk hafi umhverfis- og loftslagsstefnu bæjarins að leiðarljósi í vinnu sinni og sé nógu vel upplýst til að geta unnið samkvæmt henni.
  • Græn skref
    • Gera rekstur bæjarins umhverfis- og loftslagsvænni.
  • Umhverfi tímafrekra framkvæmda
    • Lágmarka neikvæða sjónræna upplifun bæjarbúa við framkvæmdum verktaka sem taka margar vikur og mánuði og hafa umtalsvert rask í för með sér. Að skapa hvata fyrir verktaka til að lágmarka neikvæða sjónræna upplifun bæjarbúa vegna framkvæmda sinna.
  • Geymslusvæði og gámar
    • Akureyri sé snyrtilegur bær og bæjarbúar og rekstraraðilar gangi vel um.
  • Ljósmengun
    • Auka myrkurgæði og draga úr ljósmengun.
  • Rusl á almannafæri
    • Akureyri sé snyrtilegur bær og bæjarbúar og gestir gangi vel um.
  • Menningarsögulegar minjar
    • Vernda menningarsögulegar minjar innan sveitarfélagsins og aðgengi komandi kynslóða að þeim.
  • Umgengni í bæjarlandinu
    • Akureyri sé snyrtilegur bær og bæjarbúar og rekstraraðilar gangi vel um.
  • Aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga
    • Auka aðlögunargetu Akureyrarbæjar að áhrifum og afleiðingum loftslagsbreytinga og draga úr neikvæðum áhrifum þeirra á samfélagið.

FYRRI GREINAR

Á vefsvæði aðgerðaáætlunarinnar er meðal annars að finna myndina hér að neðan. Þar er hægt að smella á einstakar aðgerðir og fara beint inn á texta um viðkomandi aðgerð í áætluninni.

Að lokum er hér rifjuð upp tímalína með áföngum og áætlun um áfanga eins og hún er sett fram í Umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar 2022-2030, en það er plaggið sem aðgerðaáætlunin byggist á.