Þór
Þór fær Breiðablik í heimsókn í kvöld

Karlalið Þórs í körfuknattleik fær lið Breiðabliks í heimsókn í kvöld. Þórsarar hafa verið í 5. sæti deildarinnar í nokkurn tíma, hafa unnið tíu leiki. Breiðablik kemur í humátt á eftir, situr í 7. sætinu með átta sigra. Þór vann fyrri leik liðanna í Smáranum í nóvember með sex stiga mun, 88-82.
- 1. deild karla í körfuknattleik
Íþróttahöllin á Akureyri kl. 19:15
Þór - Breiðablik