Fara í efni
Sögur úr Innbænum

Skipulag heilbrigðisþjónustu

Heilbrigðisþjónustan – 3

SKIPULAG
 
Heilbrigðisþjónustan skiptist í nokkrar megin stoðir sem eru spítalinn, heilsugæslan, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn (t.d. sérfræðilæknar og sjúkraþjálfarar) og sjálfstætt starfandi stofnanir (t.d. Reykjalundur, Vogur og Heilsustofnun NLFÍ) og nokkur fá einkarekin fyrirtæki (t.d. Klínikin) þar sem fólk kaupir sjálft þjónustu án greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.
 

Mikilvæg og nauðsynleg samvinna er á milli þessara meginstoða og þar er verið að takast á við breytingar sem eru vegna aukinnar hagkvæmni og þróunar í læknisfræði. Ein stærsta breytingin er styttur meðferðartími á sjúkrahúsinu og flutningur greiningar og meðferðar út fyrir spítalann til minni og hagkvæmari eininga. Við þetta skapast vandamál sem ekki hafa verið leyst nægilega vel ennþá. Eitt dæmi er aukin hætta er á að samfella glatist í meðferð þegar hún flyst frá einni einingu til annarrar og sjúklingurinn upplifir sig í lausu lofti, stundum á bið eða jafnvel gleymdur. Annað dæmi er mikill tilflutningur á verkefnum frá Landspítalanum til heilsugæslunnar á síðustu árum án þess að fjármagn hafi fylgt með sem leitt hefur til ofurálags á heilsugæslulækna. Þriðja dæmið er flutningur sérhæfar geðþjónustu (t.d. ADHD greiningum) frá Landspítala til sérhæfra geðteyma heilsugæslunnar án þess að nægileg mönnun eða verkaskipting hafi verið tryggð og biðtími verður of langur.

Meðferð í innlögn er langdýrust og því verður þróunin að áfram munu verkefni í auknum mæli færast út fyrir veggi spítalans til sérhæfðari þjónustustöðva sem geta boðið hagkvæmari þjónustu án þess að draga úr faglegum kröfum. Þessar stöðvar gætu verið reknar af ríkinu, selt ríkinu þjónustu eða jafnvel boðið fólki að kaupa þjónustuna milliliðalaust. Þetta er þróun sem mun geta leitt til að Landspítalinn missi frumkvæði um faglega þróun nema hvað varðar flóknustu og dýrustu meðferð. Við þessari þróun þarf að bregðast með því að forðast togstreitu á milli Landspítalans og annarra starfsstöðva og leyfa þeim að þróast á eigin forsendu án stjórnunar eða ofuráhrifa frá spítalanum. Þá þarf að auka menntun og þjálfun heilbrigðisstarfsfóks á starfseiningum utan spítalans en hingað til hefur stærstur hluti kennslu og þjálfunar farið fram innan veggja spítalans.

Tillögur að úrbótum:

  • Skilgreina þarf betur verkaskiptingu á milli starfseininga. Þetta er sérstaklega mikilvægt og í raun brýnast hvaða varðar samstarf Landspítalans og heilsugæslunnar. (Ég tek eitt dæmi: Hvar á að sinna meðferð og eftirliti sjúklinga með alvarlega og langvinna geðsjúkdóma? Hvar á að fara fram rannsókn á sjúklingum sem grunaðir eru um óvenjulega, flókna eða langvinna líkamlega sjúkdóma? Í dag er þetta óljóst og sjúklingum er vísað á milli eininga).
  • Kynna þarf betur hvar almenningi beri að leita eftir þjónustunni og skilgreina þjónustuferla og breyta biðlistamenningu til að draga úr töfum og tvíverknaði.
  • Auka þarf áhrif stjórnenda í heilsugæslu og starfseiningum utan spítalans til jafns við áhrif stjórnenda á Landspítalanum þegar kemur að samvinnunni við heilbrigðisráðuneytið og fjárveitingavaldið, í takti við þá þróun sem líst er hér að ofan.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Jólapóstur

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
19. desember 2023 | kl. 17:30

Handavinna og smíði í Barnaskóla Akureyrar

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
05. september 2022 | kl. 06:05

Listnám í Barnaskóla Akureyrar

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
30. ágúst 2022 | kl. 06:00

Saga úr Innbænum VII – frekari upplýsingar

Skapti Hallgrímsson skrifar
17. ágúst 2022 | kl. 17:00

Barnaskóli Akureyrar – Fyrsti skóladagurinn

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
15. ágúst 2022 | kl. 23:00

Kartöflur og kjallarar

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
24. apríl 2022 | kl. 06:00