Fara í efni
Sögur úr Innbænum

Fjárveitingar í heilbrigðisþjónustu

Heilbrigðisþjónustan – 2

FJÁRVEITINGAR
 
Í okkar landi eins og í flestum vestrænum löndum er sterk löngun til að veita sem fullkomnasta heilbrigðisþjónustu með auðveldu og jöfnu aðgengi. Vandinn er hins vegar alls staðar hinn sami að kostnaðurinn er mikill og eykst hratt.
 

Á litla Íslandi er góð yfirsýn yfir fjárveitingu ríkisins og annan kostnað sem gefur möguleika á að forgangsraða skýrar við stefnumótun. Einnig hefur stýring við kaup Ríkisins á heilbrigðisþjónustu í gegnum Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) orðið markvissari, byggt á langri reynslu umfangsmikilla samninga SÍ við sjálfstætt starfandi lækna. Starfsstöðvar þeirra og stærri einingar eins og hjúkrunarheimili og heilsgæslustöðvar hafa einnig eflst mjög í að kostnaðargreina þjónustuna og auðveldar það mjög sem hagstæðasta nýtingu fjármagns og þróun og nýsköpun í takt við breytingar í þjónustuþörf.

Fullyrða má að misskilningur á viðskiptamódelum, vankunnátta á eðli heilbrigðisþjónustu og óraunhæf stefnumörkun vegna öfgakenndra stjórnmálaskoðana hafa truflað þessi ferli mjög. Dæmi um slíkt er þegar markvisst var unnið gegn því að semja við sjálfstætt starfandi lækna í nánast heilt kjörtímabil vegna hugmyndafræði Vinstri grænna sem töldu sig vera að vinna gegn ójöfnuði. Engin ein aðgerð hefur fært íslenska heilbrigðiskerfið meira í áttina að einkavæðingu en einmitt þessi, því læknar sáu þjónustuþörfina og höfðu ekki val á að mæta henni með öðrum aðferðum en að reyna að einkavæða fyrirtæki sín, oft sér sjálfum þvert um geð. Enginn læknir getur neitað sjúklingi sem situr fyrir framan hann um þjónustu bara vegna þess fjarlægur stjórnmálamaður vill fylgja óraunhæfri og úreltri stefnu.

Tillögur til úrbóta:

  • Þörf er á hugarfarsbreytingu. Líta ber á fjárveitingu til heilbrigðisþjónustu sem fjárfestingu í stað útgjalda.
  • Nýta þarf nýjar aðferðir um skipulagsbreytingar (e. Implimentation) og þróaðar áætlanagerðir (Health Technology Assessment) þar sem lagt er mat á það fyrirfram hvaða árangur fæst með skipulögðum fjárhagsáætlunum á ákveðnum þjónustuverkefnum í stað þess að rjúka til með að opna nýja þjónustu án nánari skoðunar.
  • Aðgæta þarf stöðugt að meðferð sé byggð á sannreyndri þekkingu (e. Evidence based).
  • Skilgreina þarf nánar hvaða heilbrigðisþjónusta fellur innan almannatrygginga.
  • Leggja þarf meira fé til forvarna, sérstaklega varðandi vímusjúkdóma.
  • Brýnast er samt að endurskipulag fjárveitingar til heilbrigðisþjónustu við aldraða.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Hagsmunayfirlýsing:

Höfundur er læknir og hefur starfað sem sjálfstætt starfandi læknir skv. samningi við SÍ í yfir tvo áratugi.

Ég er mótfallinn einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu en styð stefnu Læknafélags Íslands um blönduð rekstrarform þar sem ríkið rekur sjálft nauðsynlega grunnheilbrigðisþjónustu en kaupir síðan aðra þjónustu af sjálfstætt starfandi heilbrigðissérfæðingum eða einkafyrirtækjum eftir því sem er best fyrir sjúklingana og hagkvæmast á hverjum tíma fyrir skattgreiðendur.

Jólapóstur

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
19. desember 2023 | kl. 17:30

Handavinna og smíði í Barnaskóla Akureyrar

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
05. september 2022 | kl. 06:05

Listnám í Barnaskóla Akureyrar

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
30. ágúst 2022 | kl. 06:00

Saga úr Innbænum VII – frekari upplýsingar

Skapti Hallgrímsson skrifar
17. ágúst 2022 | kl. 17:00

Barnaskóli Akureyrar – Fyrsti skóladagurinn

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
15. ágúst 2022 | kl. 23:00

Kartöflur og kjallarar

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
24. apríl 2022 | kl. 06:00