Fara í efni
Sögur úr Innbænum

Dönsk blöð og brunar – Saga úr Innbænum III

Myndin er af sýslumannshúsinu sem stóð syðst á lóðinni þar sem nú er Hafnarstræti 3. Þetta var elsta íbúðarhúsið á gömlu Akureyrinni byggt 1777 og brann 1901. Ljósmynd: Minjasafnið á Akureyri/Frederik Antonius Löve

Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, sem fæddur er og alinn upp í Innbænum á Akureyri, heldur áfram að rifja upp gamla tíð í grein sem birtist á Akureyri.net í dag; nú skrifar hann um dönsk áhrif og eldsvoða.

„Alveg frá því ég man fyrst eftir mér lásum við Familie Journal og Hjemmet. Amma fékk þessi blöð send í hverri viku frá Danmörku. Og þetta var lesið upp til agna. Síðan voru blöðin geymd vandlega, ef fletta þurfti upp einhverju síðar. Það voru stórar kistur fullar af þessum blöðum í kjallaranum og mátti alls ekki henda. Þetta var Facebook og fréttaveita þess tíma. Amma og langamma lásu og töluðu dönskuna reiprennandi þrátt fyrir að hafa aldrei lært hana í skóla,“ skrifar Ólafur.

Flest eldri húsanna í Innbænum voru byggð úr timbri og margt eldra fólkið óttaðist eldinn, segir hann. Oft var talað um bruna sem urðu áður en börnin fæddust, en Ólafur og önnur börn í Innbænum urðu líka vitni að húsbrunum sjálf.

Smellið hér til að lesa grein Ólafs Þórs.

Jólapóstur

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
19. desember 2023 | kl. 17:30

Handavinna og smíði í Barnaskóla Akureyrar

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
05. september 2022 | kl. 06:05

Listnám í Barnaskóla Akureyrar

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
30. ágúst 2022 | kl. 06:00

Saga úr Innbænum VII – frekari upplýsingar

Skapti Hallgrímsson skrifar
17. ágúst 2022 | kl. 17:00

Barnaskóli Akureyrar – Fyrsti skóladagurinn

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
15. ágúst 2022 | kl. 23:00

Kartöflur og kjallarar

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
24. apríl 2022 | kl. 06:00