Fara í efni
KA/Þór

KA/Þór verður að vinna – Þór/KA í góðum málum

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Kvennalið bæjarins í handknattleik og knattspyrnu verða bæði í eldínunni á heimavelli í dag. Þór/KA hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitum Lengjubikarkeppninnar í knattspyrnu en KA/Þór á fyrir höndum leik upp á líf og dauða.

  • 15.00, Þór/KA - Stjarnan
    Leikið í Boganum. Þetta er síðasti leikurinn í 2. riðli A-deildar Lengjubikarkeppninnar í knattspyrnu. Stelpurnar í Þór/KA eru öruggar með sigur í riðlinum og mæta Breiðabliki í undanúrslitum eftir viku. Þór/KA hefur unnið alla fjóra leikina og er því með 12 stig. FH er með níu stig eftir fimm leiki og Stjarnan í þriðja sæti með sjö stig að loknum fjórum leikjum
  • 17.30, KA/Þór - Afturelding
    Leikið í KA-heimilinu. Nú er að duga eða drepast fyrir stelpurnar í KA/Þór. Aðeins eru tveir leiki eftir, þær eru neðstar í deildinni með fimm stig en Afturelding er sæti ofar með átta stig. Til þess að sleppa við beint fall úr deildinni verður KA/Þór því að sigra í dag og einnig að leggja Fram að velli í Reykjavík í lokaumferðinni og Afturelding mætti þá ekki ná í stig á heimavelli gegn Val.
  • Þetta er þriðja viðureign KA/Þórs og Aftureldingar í vetur og óhætt að þær hafi verið ólíkar. KA/Þór sigraði með 10 marka mun, 26:16, á heimavelli í október en þegar liðin mættust aftur í Mosfellsbæ í janúar vann Afturelding með 10 marka mun, 23:13.
  • Liðið sem endar í neðsta sæti fellur beint niður í næst efstu deild, Grill66 deildina, en liðið í næst neðsta sæti mætir liðum sem urðu í 2.-4. sæti 1. deildar, Grill66 deildarinnar, um sæti í efstu deild.