Fara í efni
KA/Þór

Þórsgleðin mikla í Höllinni – MYNDIR

Þór leikur í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta á nýjan leik næsta vetur eins og Akureyri.net greindi frá í gærkvöldi. Þórsarar lögðu þá ungmennalið HK (HK2) að velli í Íþróttahöllinni á Akureyri og sigruðu þar með í næst efstu deild, Grill66 deildinni. Mikil gleði var meðal leikmanna og tæplega 1000 stuðningsmanna þegar sigur var í höfn og langþráðu takmarki náð.