Fara í efni
KA/Þór

Knattspyrnudómarar færðu SAk 300 þúsund

Knattspyrnudómarafélag Norðurlands hefur fært lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) 300.000 króna styrk. Þar er um að ræða aðgangseyri frá úrslitaleik Kjarnafæðismótsins sem fram fór í síðustu viku, þar sem Akureyrarfélögin Þór og KA mættust.

Fulltrúar félagsins, Aðalsteinn Tryggvason og Bergvin Fannar Gunnarsson, komu færandi hendi á SAk fyrir helgi og þá var myndin tekin. Við styrknum tóku, fyrir hönd stofnunarinnar, Þóra Ester Bragadóttir og Sólveig Hulda Valgeirsdóttir. Fjármunirnir verða nýttir á stofum fyrir líknandi meðferðir og verða m.a. keyptir hlutir til að bæta aðbúnað fyrir aðstandendaherbergi, segir í tilkynningu frá sjúkrahúsinu.