Fara í efni
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri

Hollvinir sjúkrahússins opna nýja vefsíðu

Hollvinir Sjúkrahússins á Akureyri hafa opnað sína eigin vefsíðu – hollvinir.is – þar sem birtast munu fréttir af því góða starfi sem Hollvinir vinna í þágu sjúkrahússins. Á síðunni er einnig hægt að gerast hollvinur með einföldum hætti og pant minningarkort til að styrkja samtökin. Með nýju vefsíðunni vonast stjórnin til að ná til fleiri félagsmanna og efla starfsemina enn frekar, að því er fram kemur í frétt samtakanna á nýju vefsíðunni.

„Nú í aðdraganda jóla förum við á fullt í að safna fleiri félagsmönnum og þá er gott að eiga þægilega að aðgengilega vefsíðu í farteskinu þar sem auðvelt er að skrá sig í samtökin,“ segir Jóhannes Bjarnason formaður Hollvina. 

Vefsíðan er að sögn ætluð sem vettvangur til að miðla upplýsingum og auðvelda áhugasömum að taka virkan þátt í starfinu. Það er von stjórnarinnar að nýja vefsíðan muni bæta samskiptin við núverandi og tilvonandi félagsmenn, og gera fólki auðveldara að sýna stuðning í verki.

Áhugasamir geta nú þegar skráð sig í samtökin með því að smella á tengilinn hér: https://www.hollvinir.is/services.

Vert er að geta þess að vefurinn og öll vinna við að koma honum í loftið er gjöf til Hollvina frá hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu á Akureyri.