Mjög slæm veðurspá og vegum lokað

Enn og aftur litast Íslandskortið gult og appelsínugult af viðvörunum veðurfræðinga, kröpp lægð á leið í norðaustur yfir landið og von á hvassviðri síðdegis í dag og fram eftir degi á morgun. Appelsínugul veðurviðvörun gildir fyrir Norðurland eystra frá kl. 16 í dag til kl. 17 á morgun, fimmtudag. Appelsínugul viðvörun tekur fyrr gildi á suðvesturhluta landsins eftir því sem lægðin gengur yfir landið.
Von er á sunnan og síðan suðvestan stormi, 20-28 metrum á sekúndu og gæti farið yfir 40 m/sek. í hviðum. Hvassast verður vestantil á svæðinu. Spáð er slyddu eða rigningu og verður hún talsverð um tíma í kringum Eyjafjörðinn. Í kvöld verður vindur suðvestlægari, hlýnar í veðri og hiti á bilinu 2-8 stig. Á morgun getur orðið allt að 14 stiga hiti Norðanlands í hnúkaþey.
Öxnadalsheiði lokuð
Foktjón er talið líklegt og útlit fyrir röskun á samgöngum. Það verður semsagt ekkert ferðaveður í tæpan sólarhring ef veðurspá gengur eftir.
- Holtavörðuheiði – Vegurinn er lokaður vegna veðurs. Ólíklegt að hægt verði að opna í dag.
-
Siglufjarðarvegur – Óvissustig verður frá kl. 16:00 í dag til kl. 17:00 á morgun, fimmtudag 6. febrúar. Veginum verður hugsanlega lokað með stuttum fyrirvara.
-
Ólafsfjarðarmúli – Óvissustig verður á veginum frá kl. 15:00 í dag og getur því lokað með stuttum fyrirvara.
- Vopnafjarðarheiði – Veginum verður lokað kl. 15:00 í dag vegna veðurs.
- Möðrudalsöræfi – Veginum verður lokað kl. 15:00 í dag vegna veðurs.
-
Mývatnsöræfi – Veginum verður lokað kl. 15:00 í dag vegna veðurs.


Aðventa

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Lýðræði á tímum gervigreindar
