Fara í efni
Gervigreind

Miklir vatnavextir í Innbænum í gær og dag

Starfsmenn Akureyrarbæjar að störfum í Búðargili í morgun. Mynd: Þorgeir Baldursson

Vonskuveður er á Akureyri, hvasst og rigning. Ekki hefur þó orðið teljandi tjón eftir því sem næst verður komist, nema í Naustagili, ofan Krókeyrar þar sem stórt skarð myndaðist í veg, vegna vatnavaxta, og bæði ljósleiðari og háspennustrengur fóru í sundur eins og Akureyri.net greindi frá fyrr í dag.

Vandamál í bænum tengjast aðallega yfirborðsvatni vegna mikilla leysinga. Á Krókeyri var til dæmis vatn yfir öllu, við Iðnaðarsafnið og við hús Lands og skóga, sem Akureyringar kalla í daglegu tali gömlu Gróðrarstöðina.

Leysingarnar hafa hrellt íbúa í Búðargili; þar liggur Lækjargata, frá kirkjugarðinum niður í Aðalstræti og Búðarlækurinn breyttist úr þeirri litlu sprænu sem hann alla jafna er í annað og miklu meira eins og sjá má á myndinni að ofan.

Háspennustrengur og ljósleiðari í sundur

Vatnselgur á Krókeyri í morgun. Iðnaðarsafnið í fjarska. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Brjóstmynd af Páli Briem, einum forvígismanna Ræktunarfélags Norðurlands, umflotin vatni norðan við gömlu Gróðrarstöðina á Krókeyri.

Starfsmenn Hreinsitækni dæla upp upp úr niðurfalli við Strandgötu í morgun. Mynd: Þorgeir Baldursson

Starfsfólk Norðurorku við störf í gærkvöldi. Mynd af vef fyrirtækisins.

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45

Nokkur heilræði varðandi gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
01. október 2024 | kl. 09:30