Miklir vatnavextir í Innbænum í gær og dag

Vonskuveður er á Akureyri, hvasst og rigning. Ekki hefur þó orðið teljandi tjón eftir því sem næst verður komist, nema í Naustagili, ofan Krókeyrar þar sem stórt skarð myndaðist í veg, vegna vatnavaxta, og bæði ljósleiðari og háspennustrengur fóru í sundur eins og Akureyri.net greindi frá fyrr í dag.
Vandamál í bænum tengjast aðallega yfirborðsvatni vegna mikilla leysinga. Á Krókeyri var til dæmis vatn yfir öllu, við Iðnaðarsafnið og við hús Lands og skóga, sem Akureyringar kalla í daglegu tali gömlu Gróðrarstöðina.
Leysingarnar hafa hrellt íbúa í Búðargili; þar liggur Lækjargata, frá kirkjugarðinum niður í Aðalstræti og Búðarlækurinn breyttist úr þeirri litlu sprænu sem hann alla jafna er í annað og miklu meira eins og sjá má á myndinni að ofan.
Háspennustrengur og ljósleiðari í sundur
Vatnselgur á Krókeyri í morgun. Iðnaðarsafnið í fjarska. Mynd: Skapti Hallgrímsson
Brjóstmynd af Páli Briem, einum forvígismanna Ræktunarfélags Norðurlands, umflotin vatni norðan við gömlu Gróðrarstöðina á Krókeyri.
Starfsmenn Hreinsitækni dæla upp upp úr niðurfalli við Strandgötu í morgun. Mynd: Þorgeir Baldursson
Starfsfólk Norðurorku við störf í gærkvöldi. Mynd af vef fyrirtækisins.


Aðventa

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Lýðræði á tímum gervigreindar
