Fara í efni
Gervigreind

Enn gert ráð fyrir skólastarfi á morgun

Þrátt fyrir afleita veðurspá er enn gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar Akureyrarbæjar verði opnir á morgun, fyrir utan að tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður skólastarf í Hlíðarskóla í Skjaldarvík. 

Á vef Akureyrarbæjar segir í dag að sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs verði í sambandi við lögreglu og kemur tilkynningu til útvarpsstöðva RÚV og Bylgjunnar ef kennsla fellur niður og er þá gert ráð fyrir að fyrsta tilkynning þar að lútandi verði flutt í fréttum kl. 7 að morgni.

Akureyri.net mun einnig fylgjast með og upplýsa lesendur sína um gang mála.

Rauð veðurviðvörun verður á Norðausturlandi frá því um kl. 10 á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar, og stendur til um kl. 16.

Vindaspá á vef Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir vægari vindi á Akureyri en víða annars staðar í landshlutanum, til að mynda á Tröllaskaga út með firði. Sjá hér.

Á vef Akureyrarbæjar segir:

  • Ef skólahald hefur ekki verið fellt niður en veður er tvísýnt þá verða foreldrar sjálfir að meta hvort óhætt sé að senda barn í skólann og eru þeir hvattir til að fylgja barni eða aka því í skólann ef aðstæður eru þess eðlis.
  • Sé barn heima vegna veðurs eða ófærðar er nauðsynlegt að tilkynna það í síma eða með tölvupósti til skólans. Í hverjum skóla er alltaf einhver hluti starfsmanna mættur til að taka á móti þeim börnum sem kunna að mæta ef upplýsingar um lokun hafa ekki náð til foreldra að morgni.

Báðir framhaldsskólarnir á Akureyri tilkynntu í dag að staðan yrði metin í fyrramálið og í kjölfarið tilkynnt hvort skólahald verður óbreytt eða ekki.

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45

Nokkur heilræði varðandi gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
01. október 2024 | kl. 09:30