Háspennustrengur og ljósleiðari í sundur

Ljósleiðari og háspennustrengur slitnuðu eftir að stórt skarð myndaðist í veg skammt ofan við Skautahöllina í Innbænum vegna mikilla vatnavaxta. Viðgerð stendur yfir en búast má við sambandsleysi og truflunum á Akureyri og nágrenni að því er segir í tilkynningu frá Vodafone.
Starfsmenn Norðurorku eru meðal þeirra sem hafa í nógu að snúast í dag. „Sem dæmi um verkefni dagsins má nefna að vegna vatnságangs er háspennustrengur við Skautahöllina farinn í sundur og einnig ljósleiðari. Grafist hefur undan undirstöðu hitaveitulagnarinnar frá Laugalandi á sama stað en lögnin er óskemmd. Unnið er að viðbrögðum við þessum skemmdum og öðrum sem tengjast veitum Norðurorku,“ segir á vef fyrirtækisins.
Starfsmenn Tengis og Norðurorku voru við vinnu á vettvangi þegar Akureyri.net kom þar við.


Aðventa

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Lýðræði á tímum gervigreindar
