Dagbækur Sveins X – Ein vika í febrúar
Í dag birtist 10. grein Unu Haraldsdóttur um dagbækur Sveins Þórarinssonar (1821 - 1869), föður rithöfundarins Nonna. Minjasafnið á Akureyri fékk í sumar styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að rannsaka dagbækur Sveins og Akureyri.net miðlar rannsókninni með þeim hætti að birta dagbókarfærslur á hverjum fimmtudegi í sumar. Una velur kafla og gengur frá til birtingar.
Gefum Unu orðið:
_ _ _
Ýmislegt breytist milli ára. Í eftirfarandi dagbókarfærslum má sjá eina viku í febrúar yfir 10 ár, frá 1851 til 1861. Á þessum tíma eignuðust Sveinn og Sigríður sín fyrstu börn saman, Sigríði 1853, Björgu 1854, Ármann 1855, Jón Stefán, Nonna 1857 og Ármanníu Sigríði 1860. Í september og október 1860 dóu Sigríður, Ármann og Ármannía Sigríður úr barnaveiki. Ármann, Manni fæddist haustið 1861 og þá voru þau bara þrjú í systkinahópnum.
Á sama tíma er áhugavert að sjá hvað breyttist ekki, Sveinn sat við skriftir flesta daga, það var drukkið og djammað og slúðursögur flugu um sveitina. Andleg veikindi amtmanns urðu sífellt verri og kom það helst niður á þeim sem voru í nærumhverfi hans, þar á meðal Sveini.
1851
11. febrúar 1851
Sunnan frostgola besta færi. Eg sat við skriftir. Seinustu “árslokaskírslur„ komu fra Schulesen. Sæmundson for héðan heimleiðis.
12. febrúar 1851
Sama veður. Bréfin með Suðurlanzpósti vóru send héðan og bjó ég um þau. BT Jóhanns Pálssonar. Um kvöldið las ég Roman fyrir amtm. frameptir nóttu.
13. febrúar 1851
Sunnan hláka. Eg var að gégnumgánga privat reiknínga amtmanns og semja yfirlit yfir þá. Var neyddur til að liggja á Contórinu um nóttina og hef því eingan frið að sofa. verð að þilja Romani hálfa nóttina.
14. febrúar 1851
Sunnan froststormur, gérði harðan kafalds bil. Eg sat við að eptirreikna Kontrabækur amtm. og fl. skrifaði ymislegt privat fyrir han og lá á Kontórinu um nóttina.
15. febrúar 1851
Sunnan kafald með frosti Austanpostur fór héðan. Eg var að taka til ýmislegt á Kontórinu og færa inn í kopiubækur. Amtm. fékk Sra Guðmund til að vera hjá sér um kvöldið og nóttina.
16. febrúar 1851
Sunnan gola frostlítið gott veður. Eg var í kirkju, og skrifað upp fyrir mig nokkur bokanöfn úr registrinu yfir amtsbókasafnið. Læknir Johnsen og Factor Havsteen komu her og fóru aptur um kvöldið. frúin liggur með sama móti.
17. febrúar 1851
Logn, frost og bjartviðri. Eg var að innfæra í C.B., kýtta ovna, og setja rúður í glugga sem brotnað höfðu.
1852
8. til 21. febrúar 1852
Frá 8da til 14da optast frost og norðan átt með hríð að öðru hvörju, snjófall ekki mikið en jarðskarpt. Fra 14 til 21 vóru blotar að öðru hverju en slæmt til jarðar fyrir pening. Eg átti annríkt mjög og sat frá kl.8 a morgnana til kl.10 a kvoldin dag hvern á kontórinu, hreinskrifaði allt og conciperaði allar töblur og skýrslur og fjölda bréfa og gat amtmaður ekkert eptir því séð til hlýtar og valla skrifað nafn sitt undir embættisbréfin, og eitt sinn var hann svo vesæll, að ég varð að skrifa undir og apa eptir nafni hans. Hann liggur í rúminu, fer vesnandi og hefir ekki sinnu á neinu. 2 prívat bréf til V. Finsens.
1853
11. febrúar 1853
Alheiðríkt skýalaust sólskin og sunnan frostharka. Eg var að hreinskrifa athugasemdir við yfirlit, sem Briem nú er að semja.
12. febrúar 1853
Sunnan frostgola, skýað lopt, Eg var að skrifa aths. við yfirlit. Skrifaði líka kjæruskjal til sáttanefndarinnar í Eyafjarðar umdæmi útaf gjaldtregðu Gunnarsens og þarmeð prívat BT síra Einars Thorlaciusar í Saurbæ.
13. febrúar 1853
Sunnan frostgola og bjartviðri, messað. Eg var á kontoirinu að skrifa bréf í ímsar áttir. Sendimaður Akureyrarbúa er kominn að sunnan. Eg fékk úr ferð hans BF Amtmanni Havstein, dags 22/12 ‘52 lætur hann bæril. af sér og segir mer ýmsar frettir og að hann hafi beðið syslum. L Thorarensen að senda mér 50 Rbd. og BF Egli bókbindara d. 23/1 ‘53. og Reikníng. Híngað bárust 3 ný blöð af Þjóðólfi, og fréttum að nýtt blað væri að koma út í Rvík Ingolfur að nafni. Sagt er að á Akureyri sé búið að prenta bænir Laxdahls og byrja eigi prentun á blaði.
14. febrúar 1853
Sama veður. Eg var að skrifa lángar athugasemdir við ómyndra yfirlitin og fl., innfærði nokkuð í Kopíubækur.
15. febrúar 1853
Sunnan froststormur. I dag ól k.m. dóttir, efnilega að sjá, (16 merkur) ég fékk O Thorarensen á Hofi til að vera hjá henni, og hjálpuðu konurnar úr bænum líka til þess. Annars gékk fæðíngin fljótt og vel. Eg var þessvegna á stjái um dagin og skrifaði lítið. Briem og Magnús fóru héðan alfarnir um kvöldið.
16. febrúar 1853
Norðvestan frostgola, k.m. heilsaðist vel og lagði dóttur sína á brjóst. Eg var að taka til á kontoirinu og archivinu, og leggja í journalpakka.
17. febrúar 1853
Sunnan gola og gott veður. Eg sat uppi hjá k.m. og innfærði litið í kopíubók. Dóttir okkar er vel frísk, spök og efnileg. BF Briem.
1854
11. febrúar 1854
Logn og frostlítið blíðviðri. Amtm reið fram að Bægisá. Eg sat við skriftir BF Jonasi Gottsks. og BF O. Thorarenss apothekara (Reikning.)
12. febrúar 1854
Sama veður. Eg sat við skriftir.
13. febrúar 1854
Sama veður. Eg átti annríkt við skriftir.
14. febrúar 1854
Sunnan gola þykkt lopt og bjartviðri gott veður. Eg reið með amtm. og Larusi fram a Krossastoðum og Voglum og heim aptur um kvoldið fengum vaðal af ágángi á ánni. Menn komu að vestan með bréf.
15. febrúar 1854
Sunnan gola og besta veður, gott reiðfæri og gángfæri, nógir hagar og nærri snjólaust, og mikill fiskabli hér á firðinum og annarstaðar og árgæðska. Sra Pall á Myrká messaði hér. Eg fór ekki kirkju. Eg fékk BF Jóni á Munkaþverá og kom með það maður nokkur sem hann hafði útvegað mér fyrir vinnumann. Johann Jóhannesson. Eg skrifaði BT Jóns aptur og þjónaði mér um daginn kom greinileg frétt um að Baldvin Hinriksson hefði skorið sig á Háls.
16. febrúar 1854
Logn og þykkt lopt og gott veður. Eg sat við skriftir. Sra Pall á Myrká og prófastur tofðu hér. Síra Páll í Hvammi á Skaga kom hér.
17. febrúar 1854
Sunnan frostgola. Eg reið um morgunin inní kaupstað og var þar um daginn að erindum mínum reið heim á vökunni seint í túnglsljósi og Sigmundur með mér, tilvonandi sambýlismaður minn.
1855
11. febrúar 1855
Sunnan hörku frostgola messað. Eg fór ekki í kirkju en var að skrifa prívat bréf mín og fl. Amtmaður kom.
12. febrúar 1855
Sama veður. Eg sat á kontórini í mesta annríki við skriftir. Sagt er nú að Hafís sé komin hér í fjarðarkjaptinn.
13. febrúar 1855
Sunnan frostgola mikil harka og þykir monnum nú hart. Eg sat við sama starf.
14. febrúar 1855
Norðan frostgola og þoka í lopti. Eg lauk við embættisbréfa skriftir með austan pósti og bjó um þau. Póstur gisti hjá mér um nóttina. Vigfús Thorarensen kom um kvöldið gysti hjá amtmanni. Eg vakti framá nótt við að skrifa privat brét mín.
15. febrúar 1855 - Sigríður dóttir min 2 ára
Sunnan frostgola heiðríkt og bjartviðri. Austanpóstur var afgreiddur héðan. Eg sendi með honum
BT mm. og Börnevennen [?]
BT Johanns Palssonar
BT Þórarins Grímssonar
BT Sigtriggs Sigurðssonar
BT Joseps Kristjánss á Vatnsenda
BT Síra Þorgr. Arnórssonar.
Eg var frí við skriftir það eptir var dagsins. K.m. gérði gyldi í tilefni af fæðingardegi Siggu. Vigfús var her um daginn og reið með amtm. utum bæi. Guðm. í Dunhaga skoðai hey amtm.
16. febrúar 1855
Sunnan gola frost og heiðríkt. Afmælisdagur amtmanns hann bauð til sin Profasti Lárusi Daníelsen. H. Johnsen faktor og mér lika vóru hér Sæmundsen og V. Thorarensen og borðuðum við hjá amtmanni og drukkum Púns og Vínfaung framá nótt, vórum allir drukknir. Kom upp framhald af “harmagráti Danielsens„ nl. “Á ollum dugnaði fækka nú faungin„ etc. Sæmundsen svaf hjá mér um nóttina.
17. febrúar 1855 - Þorraþræll
Sama veður. Eg for að innfæra í kopíubækur. Sæmundsen var her um kjurt, hinir fóru.
1856
11. febrúar 1856
Sama veður. Eg sat við skriftir með austan pósti. Benjamín aukapóstur kom að sunnan með nóg af ómerkilegum embættisbréfum en litlar fréttir. Her var grafið barn úr Glæsibæ.
12. febrúar 1856
Sama veður. Eg var í mesta annríki við skriftir.
13. febrúar 1856
Sama veður. Eg sat við sama starf.
14. febrúar 1856
Sama veður. Austanpóstur afgreiddur, eg skrifaði BT m.m. og sendi henni Magazin. Nú er lækurinn hér frosin af, og er verið að pjakka.
15. febrúar 1856 - Sigríður dóttir m. 3 ára
Sunnan frostgola og bjartviðri. Eg gékk útað Reistaranum báðum og fór Jóhann með mér til baka við töfðum í Brekku og á Þrastarhóli. Johann gisti hjá mér um nóttina.
16. febrúar 1856 - Afmæli amtm.
Sama veður. Amtmaður reið fram á bæi og víðar um daginn. Eg sat við skriftir Sra Svb. Hallgrímsson dvaldi hjá mér um tíma ætlaði að heimsækja amtmann, en fann hann ekki. Guðrún Ásbjörnsdóttir ráðskona amtm. ól barn í dag og kendi Guðmundi sem hér var. Olafur á Hofi var hér um nóttina. Amtmaður var drukkinn um kvöldið og fleyri.
17. febrúar 1856
Sama veður messað; eg for ekki í kkju; skírt barn Guðrunar og nefnt Guðmundur. Eg var að skrifa á kontórinu um kvoldið. Hingað er nú komin Elizabet frá Skjaldarvík meðan Gunna liggur.
1857
11. febrúar 1857
Sunnan froststormur umhleipingsveður með hrið. Eg var að expedera yms bréf sem nú höfðu komið utanlands frá og víðar og búa um prívatbréf amtmanns og fl. Við drukkum púns um kvöldið.
12. febrúar 1857
Alátta mikið frost og bjartviðri. Eg fór að innfæra í KB. Amtmaður reið inní Kaupstað. Eg gekk til rjúpna sá einga. Bogga fór með vef útí Reistá og kom Veiga litla þaðan með henni Jóhann hafði mist kú. Amtmaður sagði mér að Eggert Laxdahl c. 10 vetra hefði í sumar haft ljóta umgengni með stelpukrakka á Akureyri. Eg skrifaði fyrir mig um kvoldið.
13. febrúar 1857
Suðvestan frostgola og bjartviðri framanaf svo brast í storhríðarbil. Eg gékk útí Brekku og fekk á mig hríðina á heimleiðinni og rataði varla. Eg innfærði KB. Armann er nú lasin og óþekkur mjög.
14. febrúar 1857
Bjartviðri framanaf brast svo í suðvestan storhrið. Er nú veðrátta mjög hörð og ísleg og biljasamt á degi hverjum. Eg innfærði KB. lauk við gamla árið. hnykkti rokk k.m., setti þolinmóð í hníf og smíðaði Músafellu. Armanni litla er að skána vesöldin sem líklega er af tannkomu og Forkjölelse. Nú er almennt eldiviðarleysi og hefi eg fengið 2 kúta af Steinkolum í Ofnin sem reynast góð og drjúg.
15. febrúar 1857 - Sigríður dóttir mín 4 ára
Sunnan renningur og bloti þá áleið. Messað, eg var í Kirkju spurð börn mörg á kirkjugólfi. Eg fékk mer Steinkola kvartil í Stórubrekku. Afmælisdagur Sigríðar dóttur minnar og helt k.m. uppá hann eptir því sem föng eru á. Amtmaður kom framanur firði um kvöldið. Björg léð að Brekku.
16. febrúar 1857
Sunnan gola og gott veður. Afmælisdagur amtmanns Havsteins. Eg reið fyrir amtm. framí Vagli að panta gullhring hjá Friðfinni. Hér komu um dagin Læknir Finsen, Oli broðir hans, Sra Sveinbjörn, Sveinn Skúlason, Jóhann Thorarensen og Danielsen og sat eg með þeim við veizlu og víndrykkju framá nótt. Yfir borðum flutti Finsen kvæði lukkuóskir til amtmanns, sem prentað hafði verið, líklega kveðið af Sveini Skúlasyni, og var kvæðinu útbýtt meðal gestanna. Finsen saung mikið og var gleði og glaumur um kvoldið, og urðu sumir ölvaðir. Danielsen og Sra Svbj. foru út að Lóni hinir gistu hér. 2 Raketter og 1 Sól vóru settar upp um kvöldið.
17. febrúar 1857
Sunnan frostgola úrsyníngur. Nú er hreint jarðlaust. Finsen og bróður hans fóru heim og Johann Th. um daginn. Sveinn Skúlason var eptir hjá amtmanni. Eg innfærði í KB inni há mér.
1858
11. febrúar 1858
Sunnan gola lítill frostkali. Eg kepptist við að skrifa og lauk við allt nema Beretningen om Tilstanden sem eg á nu eptir að semja; matti skrifa flest öll privat bréf amtmanns. Amtmaður reið útum bæi um daginn. Nú er eg mjög þreittur af erfiði við skriftir og vökum.
12. febrúar 1858
Sunnan gola og blíðviðri. Eg bjó um öll bréf og pakka með Norðurlandspósti, skrifaði svo Beretningen om Tilstanden. Postur kom frá Akureyri um kvöldið og var afgreiddur héðan. Eg sendi BT Egils bókb. og 16rd í peningum. Sra Þórður kom hér með bréf sín. Eg borðaði frukost með amtmanni og drakk öl og brennivín, m.fl.
13. febrúar 1858
Alheiðrikt, frostkali, sólskin og blíðviðri. Eg sat af kappi við að afgreiða austan póst og var það með mestu herkjum búið um nón, fór hann þá. Við amtm. gengum frammá móa, og drukkum svo Toddy til mirkurs, svaf eg svo til kl. 10 deginum eptir.
14. febrúar 1858
Sama blíðviðrið. messað. Eg gekk með k.m. um messutíman út að Lóni og dvöldum við þar til kvölds.
15. febrúar 1858 - Kýr mín bar
Norðan gola og mugga. Eg var um daginn að hreinsa ofn í svefnherbergi amtmanns tappaði vín í flöskur. Jóhann Guðms. kom og talaði um skuld hans við Holm etc.
16. febrúar 1858 - Spreingikvöld
Logn, frost og bjartviðri. Afmælisdagur amtmanns. Eg var framanaf að undirbúa veizlu þá sem í dag á að verða hjá honum. Hingað komu:
1. læknir Finsen
2. Sra Sveinb. Hallgrímss.
3. Aðm. A. Sæmundsen
4. Kaupm. Havsteen
5. Factor Páll Johnsen
6. Cand. Sv. Skúlason
7. Aðm. Th. Danielsen
8. Snikk. L. Thorarensen
sem ásamt
9. Amtmanni
10. Frunni og
11. mér sátu til borðs
einnig komu seinna
12. Gullsm. I. Þorsteinsson
13. dlo Friðf. á Vöglum
og loksins var hér
14. Olafur í Hvammi
Sátum við við veizlu drykkjusaung og skemtun til kl.2 um nottina. N 2, 7, 8, 12, 13 og 14 fóru héðan en N 1, 3, 4, 5, 6 og 9-11 voru hér.
17. febrúar 1858 - Øskudagur
Sunnan frostgola og bjartviðri. Gestir amtmanns fóru og reið hann með þeim inní Kaupstað. Finsen læknir léði mér danska kvæðabók “Regens-Visebog„
1859
11. febrúar 1859
Logn og lítill frostkali. Við sátum 3 af mesta kappi við skriftir. 2 Hunvetníngar komu með ávörp frá öllum hreppum þar um mótmæli gegn fjárkláða lækníngum, stíluð til amtmanns.
12. febrúar 1859
Sama veður, bezta skíðafæri. Við sátum við bréfaskriftir, eg þar á meðal við prívat bréf amtmanns fram á nótt. Nu er varla um annað hugsað ne ræðt en fjárkláðamál og að framfylgja sem fastast niðurskurðarprincipi Norðlendínga.
13. febrúar 1859
Sunnan frostgola og bjartviðri. messað. Eg sat inni og skrifaði um dagin BT Madömu H. Johsen í Kmh. og BT Th. Thorstensens í Rvík. Alla vökuna skrifaði eg af kappi á kontórinu og svo privat bréf amtmanns til kl. 4 um nóttina og þókti mér hart.
14. febrúar 1859
Sama veður bezta túnglsljós. Baldvin fór heim til sín. Eg bjó um öll bréf héðan sem fara eiga með pósti mestu ógrynni. Póstur kom seint um kvöldið og gisti hér. Eg karteraði og kom öllu niður í skrínurnar sem hreint urðu fullar var eg búin að þessu kl. 2 um nóttina. Til Hunvetninga foru nú yfir 5000rd í skaðabætur. Er nú her úr 3 norðustu syslunum alls þangað sendir í vetur 8383 Rdl. Póstur tók af mer 3 bref og á hjá mér 18s fyrir það þegar hann kemur til baka.
15. febrúar 1859 - Sigríður dottir mín 6 ára
Sunnan frostgola og bjartviðr. Sunnanpóstur for héðan. Eg kalkaði daglegustofu ofnin og gjörði lítið annað. varð að sitja í mirkri heima hjá mer um kvöldið, því þau 120 kerti sem steypt voru 3 Dec f.á. vóru nú búin. Afmæli Siggu litlu. Thota gaf henni hárpynt og pennaöskjur.
16. febrúar 1859
Norðan storum með frosthörku. Afmælisdagur amtmanns hafði hann mikin viðbúnað og átti von á gestum eptir vanda en - eingin kom. Eg gjörði ekki annað enn tappa vín og undirbúa móttöku gesta. Loksins sat eg einn til borðs með amtmanni og drakk vínföng óspart.
17. febrúar 1859
Sunnan frostgola og bjartviðri. Eg sat við að concipera bréf með austanpósti. skrifaði BT Friðfinns gullsmiðs og BT Sig. Skóara Norðmanns. Jón litli minn ferðaðist suður í Hús að finna Hannes. Thota gaf krokkum Mjallhvít.
1860
11. febrúar 1860
Sunnan frostgola og heiðskýrt veður. Eg keptist við á Contoirinu. Jón Kristjánsson for alfarin heim til sín. Guðfinna gamla á Brattavöllum gisti hér. Her kom Jón vaglari og Rósa kona Jens Stæhr. BF Jóni Mýrdal.
12. febrúar 1860
Sunnan gola hlánaði um daginn. Messað. Eg fór ekki í kirkju. Skrifaði fyrir mig BT Madömu H. Johnsen BT Þór. br. m. BT Egils bókbindar BT. Sigmundar BT J. Myrdal BT P. Magnussonar. Amtm. undirskrifaði embættisbréfin og sat eg hjá honum fram á nótt við það.
13. febrúar 1860
Sunnan hláku vindur. Eg sat við skriftir og sorteraði póstprefin hér. BF B. Jonss.
14. febrúar 1860
Sunnan hláku vindur. Eg bjó um bréf öll sem til vóru og fara eiga nú með póstunum. Skrifaði mörg privat bréf Amtm. Jon póstur var afgreiddur frá Akureyri og kom hingað með póstskrínurnar um kvoldið.
15. febrúar 1860 - Sigríður dóttir mín 7 ára
Sunnan hláka jörð mikið til auð. Afmælisdagur Siggu litlu og varð alls ekkert uppá hann haldið. Eg mátti enn skrifa prívat bréf amtmanns og vóru svo báðir póstar afgreiddir suður og austur og lögðu þeir á stað. Eg borgaði 13s í porto BF Jóni Jóakimssyni.
16. febrúar 1860
Sunnan hlyvindi. Afmælisdagur amtmanns og heimsóktu hann
1. Syslum. Briem
2. Syslum. S. Thorarensen
3. Læknir Finsen
4. Kaupm. Havsteen
5. Factor P. Johnsen
6. Sæmundsen
7. Danielsen
8. Indriði gullsm.
9. Pall Magnusson
10. Friðfinnur
11. Sv. Skulason
12. Eg sjálfur
Sátum við þessir í veizlu hjá honum og var fart drukkið fram á nótt og vísur sungnar. Danielsen og Friðfinnur gistu hjá mér en hinir flestir hjá amtmanni.
17. febrúar 1860
Sunnan hláku vindur. Gestir Amtmanns töfðu hér fram eptir degi og bordaði eg og drakk með þeim. Danielsen lofaði mér að selja mér Handelsetablissement sitt á Akureyri fyrir 3000 rdl. ef eg gæti præsteret þá fyrir september manaðar lok 1860. Við Pall Johnsen ráðgerðum að endurnýa fornan kunningsskap okkar á sunnudagskvöldið kemur innra hjá honum á Akureyri. Gestirnir fóru Amtmaður reið á leið með þeim; ísinn á Hörgá orðin veikur. Briem varð her eptir.
1861
11. febrúar 1861
Blíðviðri. Eg sat við skriftir inni hjá mér. Olafur á Stokkahlöðum kom framanur Flögu sagði að Petur Thorlacius tengdasonur sinn hefði barnað vinnukonu sína. Prófastur fór og reið Amtm. útá bæi. Hannes hér kom norðan úr Þingeyarsýslu og fékk eg BF Hallgrími í Fremstafelli.
12. febrúar 1861 - Spreingikvöld
Blíðviðri og þýðviðri. Eg sat við skriftir. Stephán sýslumaður gisti hjá Amtm. er hann að taka fyrir þjóðfnaðarmál Guðjóns í Saurbæ. Eg lét kaupa:
4 potta Rom á 44 … 1rd 78s
½ tt Thee
4 tt kandis
Fína ullarkamba
13. febrúar 1861 - Øskud.
Blíðviðri einsog á sumri. Eg sat við skriftir. Amtmaður reið með sýslumanni að Skriðu, Kom Sýslum. aptur í vökulok og vóru þeir, hann og Jón skrifari fullir, gistu hjá amtmanni.
14. febrúar 1861
Logn og blíðviðri. Eg skrifaði. I dag dó Björn litli sonur Joh. á Reistará úr barnaveikinni 6 ára Hannes hér fór vestur í Hv. sýslu. Amtm. reið utá bæi með syslum.
15. febrúar 1861 8. afmælisdagur Sigríðar sál.
Sunnan gola og blíðviðri. Eg sat við skriftir, skrifaði BT Jóns Olafssonar. Eg skrifa nú optast inni hjá mér, því daglega sitja einhverjir hjá Amtmanni. Sra Þorður Jóh. Halldorsson og fleyri. Eggert mágur hans sem hér er í vetur vakir yfir honum hverja nótt, er óþolandi hjá honum að vera fyrir harmatölum og óstillingu og verður verla við hann tætt; stundum er hann allt að því óður, og er þungur kross fyrir konu hans að búa undir slíku. Hann hefir forgefins brúkað bæði homöopathísk og allopathisk meðöl, en hefir helzt getað haft af sér með því að concipera nærri hverja Expedition. Annars hefi eg lagt mig fram síðan í haust að koma því í verk sem mér mest hefir verið mögulegt, en varla komið amtmanni upp á að sitja yfir honum. Hann sefur einungis á vökunni en vakir svo hverja nótt og á daginn. Hefir Jóh. Halldórsson verið hér vikum saman og ýmsir aðrir. Þykir mönnum mikið mein að þessari bágu lund amtmanns, einkum okkur hér.
16. febrúar 1861
Sunnan gola og blíðviðri. Eg bjó um öll bréf með austan pósti lét þau niður og læsti töskunni. Afmælisdagur amtmanns, heimsóktu hann eingir nema Danielsen, sem hér var um daginn og borðaði eg með þeim.
17. febrúar 1861
Frost og bliðt hreinviðri. messað, og sat við skriftir á kontórinu. grafið barnið frá Reistará. Briem og Sra Jakob á Ríp komu að vestan. ætlar Briem að vera við greptrun eins barns síns sem dáið hefir úr barnaveikinni fóru þeir héðan um kvöldið. Við komu Briems var snúið af að senda jafnaðarsjóðsreikninginn og reikning yfir öll útgjöld í kláðamálinu, sem eg hafði samið, með þessari póstferð.
_ _ _
Orðskýringar:
BF: Bréf frá
BT: Bréf til
M.m: Mamma mín
Rbd/rd: Ríksibankadalir/ríkisdalir
s.: Skildingar
d.: Dagsett
f.á.: Fyrir áramót
KB: Kirkjubók?