Eg var við Udpakníng allan dag í erfiði
Í dag birtist 20. grein Unu Haraldsdóttur um dagbækur Sveins Þórarinssonar (1821 - 1869), föður rithöfundarins Nonna. Minjasafnið á Akureyri fékk sl. sumar styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að rannsaka dagbækur Sveins og Akureyri.net hefur miðlað rannsókninni með því að birta dagbókarfærslur reglulega síðan. Una velur kafla og gengur frá til birtingar.
Gefum Unu orðið:_ _ _
Fardagar 1848
Sveinn vann í krambúð á Húsavík hjá Lúðvík Schou í nokkur ár áður en hann fékk vinnu sem skrifari Péturs Havsteen sem þá var sýslumaður í Norður-Múlasýslu. Hann sótti um vinnu hjá Havsteen og í september 1847 fékk Sveinn bréf þess efnis að hann væri nýr skrifari sýslumannsins. Í lok fardaga 1848 keypti hann sér hest og hóf ferð sína til Ketilsstaða þar sem sýslumaður bjó. Fardagar voru tímabil á vorin þegar vinnufólk mátti flytja milli staða og skipta um starf. Hér eru dagbókarfærslur Sveins frá þessu ferðalagi og fyrstu vikunum í vinnu hjá Havsteen.
21. september 1847
Alátta og rigníng þá aleið. Socrates fór hjeðann. Eg lauk við að strika Höfuðbækurnar og byrjaði Journal. Fyrsti fjártökudagur. fje kom nokkuð. Eg fjekk BF Arnesen um að fara til Sýslum. Havsteens f skrifara.
14. maí 1848 - Vinnuhjúaskildagi
Logn og blíðviðri. Eg var við Udpakníng allan dag í erfiði. Allar heiðar og vegir eru ofærar vegna snjós og bleitu, hvör vegna eg ekki gjert byrjað ferð mína austur í Kjetilstaði.
17. maí 1848
Norðan frostbruna veður og stórhríð um kvöldið. Eg gjekk útað Túngu, gjerði til að byrja norðurferð, fjekk óþolandi kvöl í bakið var þar nóttina.
18. maí 1848
Norðan stórhríð komin fönn. Eg sneri af norðurferðinni gjekk heim aptur um daginn og var við Udpakníng. Er nú frammúrskarandi vesæll.
21. maí 1848
Norðvestan hríð og kuldi alhvít jörð. Eg pakkaði niður í kofort mín, og hjálpaði til að lagfæra í krambúð.
22. maí 1848
Alátta og bjartviðri flutt úr Thingöre. Eg var í krambúð og tók móti kornvörum.
23. maí 1848
Logn sterkur hiti og blíðviðri. Eg byrjaði norðurferð gekk út Nes fjekk lánshest í Túngugjerði gysti á Hallbjarnast. um nóttina.
24. maí 1848
Norðvestan grofasta hrakviðri og kuldi. Eg varð nokkrum kjeldhverfingum samferða norður kríng nes í óttalegum ausum og íllviðri, var í Kílakoti um nóttina. - BF mm.
25. maí 1848
Norðan gola þoka í lopti, sem eiddist um daginn. Eg var í Kílakoti um daginn.
29. maí 1848
Logn og hita sólskin. Eg varð Sra Magnúsi og fleirum Kjeldhverfingum samferða kríng nes að Húsavík hvar eg settist að, keipti hest á Hallbjst. fyrir 13 specíur.
31. maí 1848
Norðan gola og Rigníng. Eg var í veizlu H Nielsens og Vigfúsar Kr. Þess á milli í krambúð.
Juníus eður Nóttleysu
1. júní 1848
Norðan kulda gola og þokufult lopt. Eg var að undirbúa austurferð mina, og í krambúð þessámilli. Mjer leiðist nú eptir að komast ekki austur og bíða hjer vegna ofærra vega.
2. júní 1848
Norðan fulviðri og rigníng. Eg var að skrifa í Contrabækur um daginn.
3. júní 1848
Norðan gola og þoka í lopti. Eg var í krambúð og authoriteraði Contrabækur. bar út koffort mín, Gunnlaugur á Tjörn kom til að flytja mig austur.
4. júní 1848
Logn og sterkur hiti. Eg bjó mig til ferðar og fór seint um daginn alfarinn frá Húsav. gisti á Hallbjst. um nóttina.
5. júní 1848
Norðan hrakviðri og kuldi. Við fórum frá Hallbjstöðum norður kríng nes. gistum í Kk.
6. júní 1848
Norðan grófasta krapahríð við Gunnlaugur vórum um kjurt í Kílakoti um dagin.
7. júní 1848
Norðan froststormur og fjúk. Við Gunnlaugur og Jónas Kortson lögðum frá Kílak. og héldum að Austaralandi og gistum þar. M.m fylgdi mer að Meiðavöllum og skildi þar grátandi við mig.
8. júní 1848
Norðvestan hríð. Við keiptum fylgd frá Landi uppá Hólssand héldum að Hóli á Fjöllum, gystum þar.
9. júní 1848
Sama Norðan frosthörku hríðin. Við heldum frá Hóli að Möðrudal og gystum þar. Mikil bágindi og lambadauði flýtur nú af ótíðinni.
10. júní 1848
Norðan frostgrimdar hríð. Við lögðum austur á Möðrudals-öræfi eg keipti fylgd. Við vórum á heiðinni 18 tíma í ófærum og stórhríð, sem eg hjelt mundi gjöra útaf við mig, náðum að Skjöldólfsstöðum á Jökuldal kl. 3 um nóttina.
11. júní 1848
Norðan stórhríð alhvítnaði á Dalnum. Við hvíldum á Skjöldólfsstöðum framyfir Nón hjeldum þá að Hoftegi hvar við gystum um nóttina.
12. júní 1848
Norðan hríðinn sama, skánaði þá áleið dag. Við héldum frá Hoftegi og yfir Jökulsá á Trébrúnni sem mjer þókti eitt af þeim mestu stórvirkjum er eg séð hafði - náðum háttum að Kétilstöðum um kvöldið var mjer þar vel tekið með mikkilli viðhöfn BF Sysl Havstein mætti mér um daginn.
13. júní 1848
Alheiðríkt og sólskinshiti. Eg var ekkert látinn hafast að nema hvíla mig eg skrifaði BT m.m. Gunnlaugur fór tilbaka. Ferðakostnaður minn varð yfir 20rd og borgaði Havstein 20rd strax.
14. júní 1848
Hita sólskin. Eg byrjaði skriftir fór að innfæra í Copíubók.
15. júní 1848
Sama veður. Eg skrifað þínggjalds seðla og nokkur bréf og Protocolútskrift. - á náðuga daga hyrði silúnganet með Sýslum.
16. júní 1848
Sunnan hlivindi. Eg skrifaði þínggjaldalista og hjálpaði til að járna Hesta. - Hjer var Th. Johnsen sýslum í Suðurmúla-sýslu.
17. júní 1848
Sunnan vindur. Eg setti Fræ í garð sýslumanns. Eg aðgjætti bólgu á fótum mínum uppyfir ökla tilfinníngarlausa, er ekki frískur, þoli einga áreinslu plágast af ónáttúrlegum þorsta, vantar hjer gott vatn er hræddur um eg tapi heilsu minni, lángar til að deya.
18. júní 1848
Sama veður. Eg hyrðti um net og raðaði niður Avísum og skrifaði fyrir mig.
19. júní 1848
Norðan gola og þoka. Eg for í Þíngferð með sýslum. að heiman kl. 3 riðum að Fossvöllum og gystum þar um nóttina.
20. júní 1848
Norðan fúlviðri og þoka. manntalsþíng haldið á Fossvöllum, eg skrifaði allt hvað fyrir kom, við riðum að Hallgeirsstöðum um kvöldið.
21. júní 1848
Norðan hrakviðri. Við riðum að Kétilsstöðum í Jök.hlíð urðum alvotir. Lögðum svo á Hellisheiði feingum kafald og mestu ófærð mig þrutu kraptar til að gánga vegna bakverks, hósta og mæði lá við bana á heiðinni. við settustum að í Böðvarsdal.
22. júní 1848
Norðan kulda stormur, við vórum fluttir sjóleið frá Böðvarsdal að Vopnaf. höndl.stað. enn hestar landveg innfyrir, við héldum svo yfir Sandvíkurheiði að Skeggjastöðm settumst þar að kl. 1.
23. júní 1848
Hafgola og sólskyn, við vórum um kjurt á Skeggjast. skipt dánarbúi, tekið upp þíngsvitni.
24. júní 1848
Hita sólskin, manntalsþ. á Skeggjastöðum, við riðum að þínglokum yfir Sandvíkurheiði á Vopnafjörð gistum þar.
25. júní 1848
Norðan kulda gola, við vórum um kjurt á Vopnaf., eg authoriseraði 59 Contrabækur og 3 höndlunarbækur. Þar er nú fólk að verðsla og 3 Skip á höfn.
26. júní 1848
Sama veður, manntalsþíng á Vopnafyrði haldið í krambúð. Eg sat við skriftir til kl. 10 em heldum þá sjóveg að Fagradal og hvíldum okkur til morguns. Með hestana var farið yfir Búr.
27. júní 1848
Logn og hita sólskin. Við riðum frá Fagradal að Kétilsstöðum í Hlíð. töfðum þar. Eg sá Portrait af Sigfúsi Pálssyni sem nú er utanlands. Við fórum á ferju yfir Jökulsá frá Fögruhlið töfðum á Galtarstöðum og Kirkjubæ, fórum þaðan á ferju yfir Lagarfljót og riðum upp hérað um nóttina heim til okkar.
28. júní 1848
Norðan kulda stormur og haglhríð. Eg hafðist ekki að utan að lesa Ný Félagsrit 1848 og Norðurfara.
29. júní 1848
Norðan hrakviðri og kuldi. Eg var við skriftir.
30. júní 1848
Norðan kulda stormur eg var að skrifa sýslureiknínga og athugasemdir við Fundalista.
Julíus eður Miðsumarsmánuður 1848
1. júlí 1848
Norðan kulda stormur. Eg var ýmislgt að skrifa. Um þessar mundir eru nú fráfærur. Tíðarfar hið vesta.
2. júlí 1848
Norðan krapahríð, snjóaði í bygð og mikið á fjöllum. Eg ritaði bréf til m.m. Eg pínist af hósta og annari eimd, enn hef góð utvortis kjör.
3. júlí 1848
Norðan kulda stormur. Eg sat við að skrifa sýslureiknínga og fjölda bréfa, með bólgnar hendur af kulda og bjúg á fótum.
4. júlí 1848
Sama veður eg var við skriftirnar sömu.
5. júlí 1848
Norðan kuldi og rigníng. Eg skrifaði.
6. júlí 1848
Hægviðri enn kalt. Eg lauk við að skrifa embættisbrefinn ritaði Jóhanni Palssyni og L. Schou póstur kom um kvöldið.
7. júlí 1848
Norðan gola gott veður; póstur gékk héðan. Eg reið með Havstein kl. 8 að heiman ofan yfir Fjardaheiði á Seiðisfjörð, við heldum að Dvergasteini um nóttina, og settustum að.
8. júlí 1848
Norðan grófasta hrakviðri. Við forum sjóleið frá Dvergasteini inn að kaupstaðnum. Sýslum. útmældi lóð fyrir verzlunarstað sem kaupmenn Petræus & Thomsen hafa bygt í sumar. Við héldum aptur að Dvergasteini og gistum þar nóttina.
9. júlí 1848
Hafgola og sólskin þoka um kvöldið. Eg reið snemma frá Dvergasteini innað kaupstaðnum og dvaldi um daginn hjá Römer. Við Havstein riðum um kvöldið undan lest yfir Fjarðaheiði í svo miklu næturfrosti að hesthjarn var á gaddi þeim sem liggur yfir allri heiðinni. Við náðum heim kl. 4 um morgunin.
10. júlí 1848
Sunnan vindur og sólskin. Eg svaf mikið af degi og saxaði ról fyrir sýslumann.