Fara í efni
Baldvin Þór Magnússon

Gunnar kjörinn fyrstur en Vernharð oftast

Vernharð Þorleifsson hlaut nafnbótina Íþróttamaður Akureyrar sjö sinnum, langoftast karla, og Bryndís Rún Hansen hefur verið kjörin oftast kvenna – einu sinni eftir að farið var að kjósa bæði karl og konu en þrisvar áður.

Besta íþróttafólk Akureyrar á síðasta ári verður heiðrað í dag eins og Akureyri.net greindi frá í morgun. Allir eru velkomnir í hóf sem Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær standa fyrir í menningarhúsinu Hofi og hefst klukkan 17.30.

Þetta er í 45. skipti sem Íþróttamaður Akureyrar er kjörinn. Fyrsta kjörið fór fram 1979 og einn íþróttamaður var kjörinn árlega til 2015 en síðan þá hafa tveir verið heiðraðir, karl og kona.

Alls hafa 28 íþróttamenn hlotið sæmdarheitið, oftast allra Vernharð Þorleifsson júdókappi úr KA, sem sjö sinnum sem kjörinn Íþróttamaður Akureyrar. Á meðan einn íþróttamaður var kjörinn árlega varð karl 21 sinni fyrir valinu en kona 16 sinnum.

Fyrstu þrettán árin voru átta karlar kjörnir en fimm konur. Þá tók við tímabil þar sem karlar einokuðu kjörið: karl varð fyrir valinu 10 ár í röð, þar af Vernharð Þorleifsson sjö sinnum. Frá 2006 til 2014 snerist dæmið við og kona var kjörin íþróttamaður ársins níu ár í röð!

ÍÞRÓTTAKONA OG ÍÞRÓTTAKARL AKUREYRAR

  • 2022 Hafdís Sigurðardóttir, hjólreiðar – Nökkvi Þeyr Þórisson, knattspyrna
  • 2021 Aldís Kara Bergsdóttir, listhlaup – Brynjar Ingi Bjarnason, knattspyrna
  • 2020 Aldís Kara Bergsdóttir, listhlaup – Viktor Samúelsson, kraftlyftingar
  • 2019 Aldís Kara Bergsdóttir listhlaup – Viktor Samúelsson, kraftlyftingar
  • 2018 Hulda B. Waage, kraflyftingar – Viktor Samúelsson, kraftlyftingar
  • 2017 Stephany Mayor, knattspyrna – Tryggvi Snær Hlinason, körfuknattleikur
  • 2016 Bryndís Rún Hansen, sund – Viktor Samúelsson, kraftlyftingar

Gunnar Gíslason, knattspyrnu- og handknattleiksmaður úr KA, þegar hann var fyrstur kjörinn íþróttamaður Akureyrar árið 1979. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

ÍÞRÓTTAMAÐUR AKUREYRAR

  • 2015 Viktor Samúelsson, kraftlyftingar
  • 2014 Hafdís Sigurðardóttir, frjálsar íþróttir
  • 2013 Hafdís Sigurðardóttir, frjálsar íþróttir
  • 2012 Arna Sif Ásgrímsdóttir, knattspyrna
  • 2011 Bryndís Rún Hansen, sund
  • 2010 Bryndís Rún Hansen, sund
  • 2009 Bryndís Rún Hansen, sund
  • 2008 Rakel Hönnudóttir, fótbolti
  • 2007 Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíði
  • 2006 Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíði
  • 2005 Guðlaugur Már Halldórsson, akstursíþróttir
  • 2004 Rut Sigurðardóttir, Tae Kwon Do
  • 2003 Andreas Stelmokas, handknattleikur
  • 2002 Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíði
  • 2001 Vernharð Þorleifsson, júdó
  • 2000 Ingvar Karl Hermannsson, golf
  • 1999 Vernharð Þorleifsson, júdó
  • 1998 Vernharð Þorleifsson, júdó
  • 1997 Ómar Halldórsson, golf
  • 1996 Vernharð Þorleifsson, júdó
  • 1995 Vernharð Þorleifsson, júdó
  • 1994 Vernharð Þorleifsson, júdó
  • 1993 Vernharð Þorleifsson, júdó
  • 1992 Freyr Gauti Sigmundsson, júdó
  • 1991 Rut Sverrisdóttir, sund
  • 1990 Valdemar Valdemarsson, skíði
  • 1989 Þorvaldur Örlygsson, knattspyrna
  • 1988 Guðrún H. Kristjánsdóttir, skíði
  • 1987 Halldór Ómar Áskelsson, knattspyrna
  • 1986 Freyr Gauti Sigmundsson, júdó
  • 1985 Guðrún H. Kristjánsdóttir, skíðI
  • 1984 Halldór Ómar Áskelsson, knattspyrna
  • 1983 Nanna Leifsdóttir, skíði
  • 1982 Nanna Leifsdóttir, skíði
  • 1981 Haraldur Ólafsson, lyftingar
  • 1980 Haraldur Ólafsson, lyftingar
  • 1979 Gunnar Gíslason, handknattleikur og knattspyrna