Fara í efni
Baldvin Þór Magnússon

Baldvin Þór fylgdist með í síma ömmu sinnar

Guðrún Freysteinsdóttir og Húnn Snædal í Hofi í gær. Baldvin Þór í símanum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Baldvin Þór Magnússon, hlaupari úr Ungmennafélagi Akureyrar, var kjörinn íþróttakarl Akureyrar 2023, og Sandra María Jessen, leikmaður knattspyrnuliðs Þórs/KA, íþróttakona Akureyrar eins og fram kom í gærkvöldi. Bæðu hlutu nafnbótina í fyrsta skipti.

Sandra var á staðnum þegar viðurkenningarnar voru afhentar í Hofi. Baldvin Þór var hins vegar fjarri góðu gamni – en þó nærri. Amma  hans og afi, Guðrún Freysteinsdóttir og Húnn Snædal, mættu fyrir hönd hlauparans og hann fylgdist með allan tímann í gegnum síma ömmu sinnar og var vitaskuld himinlifandi þegar kjörinu var lýst.

Baldvin er staddur við æfingar í Kenía í 2.000 metra hæð yfir sjávarmáli.

Íþróttafólkið sem mætti í gærkvöld eða fulltrúar þeirra. Frá vinstri: Jakob Ernfelt Jóhannesson, Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Gauti Einarsson (faðir Dags Gautasonar), Guðrún Freysteinsdóttir (amma Baldvins Þórs, íþróttakarls ársins), Húnn Snædal (afi Baldvins Þórs), Sandra María Jessen íþróttakona ársins, Alex Camray Orrason, Hafdís Sigurðardóttir, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Maddie Anne Sutton og Helena Kristín Gunnarsdóttir. Mynd: Skapti Hallgrímsson