Fara í efni
Alþingiskosningar 2024

Af hverju er ekki búið að moka hjá mér?

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Eflaust spyrja einhver sig þessara spurningar og bölva í hljóði yfir ófærðinni. Svar við þessari spurningu er ef til vill að finna á vef Akureyrarbæjar.

Eftir ofankomuna undanfarna daga var víða illfært um íbúðargötur og stíga á Akureyri. Af því tilefni birti Akureyrarbær frétt á vef sínum í morgun þar sem íbúar geta meðal annars kynnt sér forgangsröðun við mokstur gatna og stíga. 

Biðlað er til íbúa að sýna þolinmæði og tillitssemi enda kappkosti fólk sem vinnur að snjómokstri að hreinsun stíga og gatna verði lokið sem fyrst. Fjölmörg tæki eru í notkun við snjómokstur á vegum sveitarfélagsins og verktaka. 

Í kortasjá Akureyrar eru götur og stígar litamerkt eftir því hvar í forgangsröðinni þau eru við snjómokstur. Smellið á myndina til að skoða kortið betur og þysja inn og út eftir þörfum.

Bent er á að stígamokstur sé í fullum gangi samkvæmt forgangskorti og farið verði í að moka íbúðargötur þegar búið er að moka götur sem eru í forgangi. 

Forgangsröðun í óveðri og við vetraraðstæður

Þegar óveður gengur yfir miðast þjónustan við að halda helstu stofnbrautum, tengibrautum, strætisvagnaleiðum og aðgengi að neyðarþjónustu opnum eins og kostur er, en við venjulegar vetraraðstæður gilda vinnureglur fyrir snjómokstur og hálkurvarnir sem finna má á vef Akureyrarbæjar


Skjáskot af vef Akureyrarbæjar. Smellið á myndina til að opna upplýsingasíðuna.

Íbúar geta sent inn ábendingar varðandi snjómokstur og hálkuvarnir í gegnum vef Akureyrarbæjar - sjá hér.