Fara í efni
Alþingiskosningar 2024

Fólk hvatt til að kjósa fyrri hluta dags

Gular veðurviðvaranir Veðurstofu Íslands ná nú yfir fleiri landshluta en í spánni frá því í gærmorgun, meðal annars allt Norðausturkjördæmi. Spáð er hríðarveðri á Norðurlandi um eða upp úr miðjum degi og eru Norðlendingar því hvattir til að kjósa fyrri hluta dags.

Vegagerðin gaf út kl. 6:37 í morgun að nokkrir fjallvegir hefðu verið settir á óvissustig vegna veðurs, en reynt yrði að halda úti mokstri eftir fremsta megni. Vegfarendur eru því beðnir um að kanna aðstæður áður en lagt er af stað. 

 


Skjáskot af korti Veðurstofu Íslands yfir veðurviðvaranir. Smellið á myndina til að fara á vef Veðurstofunnar.

Hríð - Gul viðvörun - Norðurland eystra

Gildir frá kl. 15 í dag til kl. 2 eftir miðnætti:

Norðaustan og norðan 10-18 m/s með snjókomu og skafrenningi. Léleg akstursskilyrði og mögulega ófærð á vegum.

Hríð - Gul viðvörun - Austurland að Glettingi
Gildir frá kl. 6 í morgun til kl. 7 að morgni sunnudags:

Norðaustan og norðan 10-18 m/s með snjókomu og skafrenningi. Léleg akstursskilyrði og mögulega ófærð á vegum.

Hríð - Gul viðvörun - Austfirðir

Gildir frá kl. 20 í gærkvöld til kl. 9 að morgni sunnudags:

Norðaustan og norðan 13-20 m/s með snjókomu og skafrenningi. Léleg akstursskilyrði og mögulega ófærð á vegum

Hríð - Gul veðurviðvörun - Suðausturland
Gildir frá kl. 17 í gær til kl. 16 í dag

Norðaustan og norðan 13-20 m/s með snjókomu og skafrenningi. Léleg akstursskilyrði og mögulega ófærð á vegum.

Óvissustig á fjallvegum

Yfirlit Vegagerðarinnar um færð á vegum í kjördæminu nú í morgunsárið:  


Skjáskot af umferðarkorti Vegagerðarinnar kl. 07:33 í morgun. Smellið á myndina til að fara á umferðarvef Vegagerðarinnar.

Norðurland

  • Kl. 06:41

    Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum.

Norðausturland

  • Möðrudalsöræfi kl. 07:20

    Vegurinn er á óvissustigi vegna veðurs. Reynt verður að halda úti hefðbundnum mokstri þrátt fyrir óvissustig.

  • Vopnafjarðarheiði kl. 07:20

    Vegurinn er á óvissustig vegna veðurs. Reynt verður að halda úti hefðbundnum mokstri þrátt fyrir óvissustig.

  • Norðausturvegur kl. 06:42

    Þungatakmarkanir eru á brúnni yfir Skjálfandafljót á Norðausturvegi (85) fyrir vörubifreiðar yfir 3.500 kg. að heildarþyngd og fólksflutningabifreiðar/ hópbifreiðar ætlaðar til að flytja fleiri en 8 farþega.

Austurland

  • Kl. 07:15

    Snjóþekja er á Fjarðarheiði en þæfingur á Fagradal, á Hólmahálsi og milli Breiðdalsvíkur og hafnar. Þungfært er í Norðfirði, í Heiðarenda og í Jökulsárhlíð. Ófært er milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur en mokstur stendur yfir.

  • Fjarðarheiði kl. 06:45

    Vegurinn er á óvissustigi vegna veðurs. Reynt verður að halda úti hefðbundnum mokstri þrátt fyrir óvissustig.

  • Fagridalur kl. 06:44

    Vegfarendur geta nú fengið SMS fyrir snjóflóðahættu á Fagradal. Þeim sem vilja skrá sig á SMS-listann er bent á að senda ábendingu inn á vegagerdin.is þar sem taka þarf fram nafn og farsímanúmer. Einnig er hægt að hafa samband við upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777.