Fara í efni
Umræðan

Viltu úthluta milljarði?

Ár hvert hafa íbúar landshlutans, fyrirtæki og félagasamtök tækifæri til að sækja um fjármuni til verkefna sem efla samfélagið okkar í Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Í okkar landshluta, Norðurlandi eystra, hefur verið úthlutað um 200 milljónum króna árlega (um milljarður á síðustu 5 árum)[1]. Það eru því ekki aðeins hugmyndirnar sem skipta máli, heldur einnig hvernig við úthlutum þessum milljónum í landshlutann á sem farsælastan hátt. Hvernig það er gert er ákvarðað í Sóknaráætlun landshlutans.

Í samræmi við lög um byggðaáætlun og sóknaráætlanir frá árinu 2015 er þessa dagana er unnið hörðum höndum að gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands eystra, þar sem framtíðarsýn landshlutans fyrir næstu fimm ár mun birtast. Í þessari vinnu er lögð áhersla á að setja fram skýr markmið og tilgreina þau verkefni sem ætlað er að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu. Sóknaráætlunin er mikilvæg fyrir alla íbúa Norðurlands eystra og þátttaka almennings í undirbúningi nýrrar sóknaráætlunar því lykilatriði.

Til þess að tryggja að Sóknaráætlunin endurspegli vilja og þarfir íbúa landshlutans, eru Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) nú að halda vinnustofur í öllum sveitarfélögum innan SSNE. Þar fá íbúar tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum og hugmyndum á framfæri, sem munu leggja grunninn að þeim áherslum úthlutað verður eftir næstu 5 árin.

Við viljum því hvetja alla íbúa Norðurlands eystra til að taka þátt í þessum mikilvægu vinnustofum. Þetta er tækifæri okkar allra til að hafa áhrif og leggja okkar af mörkum til betra samfélags. Taktu þátt, því saman getum við byggt upp enn betra Norðurland eystra!

Allar upplýsingar um Sóknaráætlun Norðurlands eystra og vinnustofurnar sem framundan eru má nálgast á heimasíðu SSNE.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir er framkvæmdastjóri SSNE

 

[1] Sóknaráætlanir landshlutanna eru fjármagnaðar með framlögum frá innviðaráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti, og í nýrri Sóknaráætlun einnig frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, auk framlaga frá sveitarfélögunum.

Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi

Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
23. nóvember 2024 | kl. 12:00

Útrýming sjóbleikjunnar í Eyjafirði í boði Kleifa fiskeldis

Bessi Skírnisson og Sigmundur E. Ófeigsson skrifa
22. nóvember 2024 | kl. 16:30

Orkumál

Jóna Björg Hlöðversdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 16:00

Hægt með krónunni?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 11:15

Kjalvegur Y

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 10:30

Uppbygging Akureyrarflugvallar hefur aukið lífsgæði íbúa

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:10